Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar þcnnan vetur og þcir liéldu sig frá mér. Eg var cins og utansveitarmaður í dalnum. Ég sctti Súsönnu á flot einn. Ég reri henni út á fjörðinn einn. Ég lagði línuna einn. Ég fann ekki þörf fyrir ncinn nema Ingu. Pcnnan vetur forðuðust hinir sjávarbændurnir mig. Hvorki þeir gömlu né þcir ungu og ógiftu komu nærri mér. Þeim hafði líkað nógu vel við mig sumarið áður, en núna eftir brúðkaupið var sem ég væri óvinsæll. Einkum héldu mennirnir frá Tvcim-vötnum sig sín megin í firðinum. Ég fiskaði einn.) Enn fremur líkir Mackay Brown stundum eftir fornsagnastílnum til að ná fram nokkurs konar gálgahúmor. I skáldsögunni Greenvoe (1972), sem segir frá þorpi á eyjunni Hellya, hrífst dóttir óðalsbóndans af ferjumannin- um óheflaða, Ivan Westray, og fer með honum í bátsferð út í vitann þar sem hún vonast eftir einhverjum kynferðislegum samskiptum. Svo kaldhæðnis- lega bregður við að Westray nauðgar henni á hrottalegasta hátt, en eft- irleiknum er lýst í þessum háðslega og kaldranalega tón: Ivan Westray put the kettle on the gas-ring and cut slices of bread and stabbed a tin of corned beef with an opener. Inga watched in silence. The granddaughter of the chief man in Hellya asked a certain boatman to take her to the sea tower. There was much fog on the way back. The boatman whose name was Ivan forced Inga to lie with him in the cabin of the boat callcd Skua. Inga said he had done her a great wrong that day and that he would suffer for it. Ivan laughed. He said they would see about that.4 (Ivan Westray setti ketilinn á gashelluna og skar brauðið í sneiðar og stakk upp dós af söltuðu nautakjöti með dósahníf. Inga horfði þegjandi á. Sonardóttir bændahöfðingjans í Hellya bað ferjumann nokkurn að fara með sig upp í vitahúsið. Það var mikil þoka á bakaleiðinni. Perjumaðurinn, sem hét Ivan, neyddi Ingu til að liggja með sér í káetu bátsins Skua. Inga sagði að hann hefði beitt hana miklum rangindum þennan dag og að hann myndi þjást fyrir það. Ivan hló. „Við sjáum hvað setur,“ sagði hann.) Mest og augljósust eru þó fornnorrænu áhrifin á Mackay Brown í efnisvali. I mörgum ljóðum, allnokkrum smásögum og einni skáldsögu sækir hann efnivið sinn í Orkneyingasögu, Islendingasögurnar og sögur af víkingum. Einkum virðist tvennt hafa fangað hug hans umfram annað: píslarvætti Magnúsar helga árið 1117, og ferð Rögnvalds jarls Kolssonar til Jerúsalem um það bil 20 árum síðar. Víkingaefnið í verkum Mackays Brown 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.