Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 75
George Mackay Brown
þarfnast í sjálfu sér ekki meiri skýringa. Frá bókmenntafræðilegu sjónar-
horni væri hins vegar mestur fengur í greiningu á því hvernig hann velur og
fer með þetta efni, og með hvaða árangri. I þessum tilgangi hef ég reynt að
flokka þessa norrænu þætti í þrennt.
Fyrsti flokkurinn er það sem kalla mætti hreinan og kláran sagnfrœdi-
legan skáldskap, þar sem Mackay Brown endurskapar í bundnu eða
óbundnu máli raunverulega eða ímyndaða atburði sem hann tímasetur á
víkingaöldinni. Gott dæmi um þetta væru þau ljóð hans sem að mestu
snúast um Rögnvald jarl Kolsson: „Song: Rognvald to Ermengarde“
(Storm, 1954), „Port of Venus" (Loaves and Fishes, 1959), og „Twelfth
Century Norse Lyrics“ (Winterfold, 1976) en þar skrifar hann nútímaútgáfu
af ljóðum jarlsins eins og þau eru skráð í þýðingu A.B. Taylors á Orkney-
ingasögu (1938). I mörgum tilvikum er þó víkingaöldin aðeins nálæg í
óbeinum tilvísunum (sérstaklega til dauða Magnúsar helga) eða sem sögu-
svið, eins og til dæmis í sögunni „A Carrier of Stones“ (A Time to Keep,
1976) en í henni snýr lífsþreyttur víkingur að lokum baki við auði, frægð og
holdsins lystisemdum og gengur í klaustur. Almennan boðskap þessarar
sögu hefði mátt sviðsetja á hvaða tíma sem er.
Mackay Brown reynir á stundum að endurskapa ákveðna atburði úr
norrænni sögu Orkneyja í ljóslifandi myndum. í ljóðunum „Stones Poerns"
(A Calendar of Love, 1967) gerir hann sér í hugarlund tilefni rúnaristanna í
grafhýsinu í Maeshowe, og í „Feast of Paplay" (Andrina, 1983) lætur hann
Þóru, móður hins myrta, Magnúsar helga, þjóna morðingja hans til borðs á
heimili hennar. Hér tekur Mackay Brown beinagrind atburðarins í Orkney-
ingasögu og gerir úr henni einstaklega óhugnanlegan og ógnvekjandi þátt,
eins og atburðurinn hlýtur reyndar að hafa verið. Eitt megineinkenni
sögunnar er að hvergi er sagt berum orðum að Magnús hafi verið myrtur,
heldur er það aðeins gefið í skyn með óljósum vísbendingum, óbeinum
myndurn og hálfum sannleika.
Endursköpun Mackays Brown á sögulegum atburðum í ljóði tekur
athyglisverða og óvænta stefnu þegar hann býr til norrænar sögupersónur
sem segja sjálfar frá ævi sinni í smáatriðum. Þessu beitti hann fyrst til hlítar í
Poems New and Selected (1971) í Ijóðunum „Five Voyages of Arnor“ og
„Viking Testament". I því fyrrnefnda rekur dauðvona skáld merkustu
atburðina í lífi sínu áður en hann beiðist þess að hörpu sinni sé kastað fyrir
björg. I því síðarnefnda gerir óðalsbóndi endanlega erfðaskrá sína á bana-
beði, vitandi vits um að írskur víkingur komi að líkindum hvort sem er og
sölsi undir sig eða leggi eigur hans í rúst. Þessum hætti heldur hann enn í
nýjustu ljóðabók sinni Voyages (1983), í ljóðunum „Voyager", „Vinland"
og „Orkneymen at Clontarf" en öll greina þau frá dapurlegum örlögum
209