Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 75
George Mackay Brown þarfnast í sjálfu sér ekki meiri skýringa. Frá bókmenntafræðilegu sjónar- horni væri hins vegar mestur fengur í greiningu á því hvernig hann velur og fer með þetta efni, og með hvaða árangri. I þessum tilgangi hef ég reynt að flokka þessa norrænu þætti í þrennt. Fyrsti flokkurinn er það sem kalla mætti hreinan og kláran sagnfrœdi- legan skáldskap, þar sem Mackay Brown endurskapar í bundnu eða óbundnu máli raunverulega eða ímyndaða atburði sem hann tímasetur á víkingaöldinni. Gott dæmi um þetta væru þau ljóð hans sem að mestu snúast um Rögnvald jarl Kolsson: „Song: Rognvald to Ermengarde“ (Storm, 1954), „Port of Venus" (Loaves and Fishes, 1959), og „Twelfth Century Norse Lyrics“ (Winterfold, 1976) en þar skrifar hann nútímaútgáfu af ljóðum jarlsins eins og þau eru skráð í þýðingu A.B. Taylors á Orkney- ingasögu (1938). I mörgum tilvikum er þó víkingaöldin aðeins nálæg í óbeinum tilvísunum (sérstaklega til dauða Magnúsar helga) eða sem sögu- svið, eins og til dæmis í sögunni „A Carrier of Stones“ (A Time to Keep, 1976) en í henni snýr lífsþreyttur víkingur að lokum baki við auði, frægð og holdsins lystisemdum og gengur í klaustur. Almennan boðskap þessarar sögu hefði mátt sviðsetja á hvaða tíma sem er. Mackay Brown reynir á stundum að endurskapa ákveðna atburði úr norrænni sögu Orkneyja í ljóslifandi myndum. í ljóðunum „Stones Poerns" (A Calendar of Love, 1967) gerir hann sér í hugarlund tilefni rúnaristanna í grafhýsinu í Maeshowe, og í „Feast of Paplay" (Andrina, 1983) lætur hann Þóru, móður hins myrta, Magnúsar helga, þjóna morðingja hans til borðs á heimili hennar. Hér tekur Mackay Brown beinagrind atburðarins í Orkney- ingasögu og gerir úr henni einstaklega óhugnanlegan og ógnvekjandi þátt, eins og atburðurinn hlýtur reyndar að hafa verið. Eitt megineinkenni sögunnar er að hvergi er sagt berum orðum að Magnús hafi verið myrtur, heldur er það aðeins gefið í skyn með óljósum vísbendingum, óbeinum myndurn og hálfum sannleika. Endursköpun Mackays Brown á sögulegum atburðum í ljóði tekur athyglisverða og óvænta stefnu þegar hann býr til norrænar sögupersónur sem segja sjálfar frá ævi sinni í smáatriðum. Þessu beitti hann fyrst til hlítar í Poems New and Selected (1971) í Ijóðunum „Five Voyages of Arnor“ og „Viking Testament". I því fyrrnefnda rekur dauðvona skáld merkustu atburðina í lífi sínu áður en hann beiðist þess að hörpu sinni sé kastað fyrir björg. I því síðarnefnda gerir óðalsbóndi endanlega erfðaskrá sína á bana- beði, vitandi vits um að írskur víkingur komi að líkindum hvort sem er og sölsi undir sig eða leggi eigur hans í rúst. Þessum hætti heldur hann enn í nýjustu ljóðabók sinni Voyages (1983), í ljóðunum „Voyager", „Vinland" og „Orkneymen at Clontarf" en öll greina þau frá dapurlegum örlögum 209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.