Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 76
Tímarit Máls og menningar norrænna manna er yfirgefið höfðu heimili sín til að fara í víking en enda daga sína kyrrsettir eða dauðir á erlendri grund. Satt að segja virðist Mackay Brown í þessum ljóðum leggja sig fram um að afhjúpa hetjuskapinn sem sumar sögurnar eru fullar af. Fornsögurnar eru fullar af konungbornum höfðingjum, hetjum, fræknum sigrum eða ósigrum með sæmd; en þar er varla minnst einu orði á hina óbreyttu „langskipsmenn“. Mackay Brown jafnar reikningana í ljóðum eins og „Orkneymen at Clontarf“ þar sem víkingurinn liggur dauðvona í skurði með örvarodd í brjóstinu. Besta „and- hetjusaga" hans í lausu máli er ef til vill sagan „Tartan“ (A Time to Keep, 1976) þar sem strandhögg víkinganna, sem svo oft er hin frækilegasta hetjudáð, fær heldur háðulegan endi: mönnunum tekst einungis að ræna skosku vaðmáli (tartan) og tveimur kindum en sá hrokafyllsti og montnasti af víkingunum er skorinn á háls í áfengisdái — örlög sem minna óneitanlega mjög á Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðrasögu. Annan flokkinn mætti líklega kalla sagnfrœðilegar andsUeður. I þennan flokk falla ljóð og sögur með sögulegu yfirliti eða tuttugustu aldar efni sem atriði frá víkingatímanum eru fléttuð inn í til að gefa skarpar andstæður. Mjög gott dæmi um þetta er sagan „The Three Islands" (A Calendar of Love, 1967). í henni eru þrír fiskimenn á okkar dögum að vitja humargildra sinna á þremur Orkneyjanna: Eynhallow, Geirsay og Egilsay; í hverjum áfanga ræða þeir um veiðina og hve fábrotnar og ömurlegar eyjarnar séu. En á milli þess sem þeir staldra við til að ná upp gildrunum skýtur Mackay Brown inn örskotsmynd af lífinu á þessum eyjum á víkingaöldinni: munkar skrifa sín helgu rit á Eynhallow; samfélag blómstrar á Geirsay undir stjórn víkingsins Sveins Asleifarsonar; og á Egilsay er Magnús helgi myrtur. Auðvelt er að gagnrýna óbeit Mackays Brown og vantrú á lífi samtímans og svokölluðum framförum, ekki hvað síst þegar svo virðist sem hann líti með söknuði til víkingatímans í sögunni sem horfinnar gullaldar. Eða svo notuð séu harkaleg orð eins gagnrýnanda: hálfsagnfræðileg endursköpun hans er minnst trúverðug þegar hún er gerð til að sýna að nýju lífshættirnir séu hirðulausari en þeir gömlu.5 En hvað „The Three Islands“ varðar geigar þetta skot svo sannarlega. Hér er Mackay Brown ekki að gefa í skyn að nútíðin sé hirðulausari en fortíðin, heldur að fortíðin geti auðgað nútíðina. Það eitt að fiskimennirnir virða sögu sína og arf að vettugi sviptir þá heilu litrófi tilfinninga og gilda. Þekking á sögu eyjanna þriggja hefði sýnt þeim þær í öðru ljósi, auðveldað þeim að glæða þreytandi veiðiferðina lífi og gert þessa lífsreynslu þeirra fyllri og ánægjulegri. 210
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.