Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 93
Sídasta ást Genghis prins
Marguerite Yourcenar fæddist í Brussel árið 1903. Hún óx upp í Frakklandi, en
hefur síðan dvalið að mestu erlendis: á Italíu, í Sviss, í Grikklandi; til Bandaríkjanna
fluttist hún í byrjun síðari heimstyrjaldar og hefur búið þar síðan.
Marguerite Yourcenar er einkum kunn fyrir skáldsögur sínar. Hin fyrsta, Alexis
ou le traité du vain combat (Alexis eða ritgerðin um vonlausu baráttuna), kom út
árið 1929 og lýsir baráttu ungs tónlistarmanns við kynhverfar hneigðir sínar. Það
verk sem hefur aflað henni hvað mestra vinsælda er Mémoires d’Hadrien (Endur-
minningar Hadrianusar), 1951, söguleg skáldsaga þar sem hún með stakri hug-
kvæmni endurvekur líf keisarans sem uppi var á árunum 76—138. L’Oeuvre au noir,
1968, er annað öndvegisverk af sögulegum toga. Söguhetjan, Zénon, sem er allt í
senn læknir, heimspekingur og gullgerðarmaður, er 16. aldar maður, fæddur í Bryggju í
Flæmingjalandi. Zénon er að vísu hugarfóstur höfundar, en sögulegt baksvið er dregið
upp af miklum hagleik. Bókin hlaut Femina verðlaunin árið 1968. Af öðrum
skáldsögum má nefna Denier du réve (Draumamyntin), 1934 og Le coup de gráce
(Líknarskotið), 1939.
Marguerite Yourcenar hefur víða komið við á rithöfundarferli sínum; eftir hana
liggja, auk skáldsagna, ljóð — bæði í bundnu máli og lausu, smásögur, ritgerðir,
leikrit og þýðingar; vinnur hún nú að þriðja bindi endurminninga sinna. Hún var
kosin í Frönsku Akademíuna 6. mars 1980 og er fyrsta konan sem tekur þar sæti.
„Síðasta ást Genghis prins“ er úr smásagnasafninu Nouvelles orientales (Austræn-
ar smásögur), sem fyrst kom út 1938 og síðan í endurskoðaðri útgáfu árið 1963.
227