Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 102
Timarit Máls og menningar fram yfir eigin reynslu. „Hefði hann bara sagt eitthvað“ (64), hugsar hún eitt sinn þegar hún ætlar að fara að blygðast sín fyrir að hafa ekki veitt leigjandanum stórmannlegri þægindi. (Þetta er reyndar ein af þeim setning- um sem þýðanda hefur þótt óþarft að hafa með). Og hvað eftir annað kemur fyrir, að bæði hún og Pétur leita stuðnings í föstum orðum og orðatiltækj- um tungumálsins: Nei, sagði Pétur. Flas er ekki til fagnaðar. Og myndugleiki málsháttarins virtist ljá honum öryggi. Af tilburðum hans mátti greina að þetta var útrætt mál. Hvað gat verið endanlegra en málsháttur sem hafði treystst og eflzt í munni margra kynslóða, sem fól í sér óbreyttan sannleik frá kyni til kyns og var þess vegna óumdeilanlegur. Hún var hreykin af Pétri. Málið var útrætt. (77) Og ef konan finnur ekki klifanir sem til eru fyrir í málinu, þá býr hún þær bara til sjálf: Og hún hugsaði um öll þau skipti sem hún hafði sagt að vonandi gætu þau flutt inn með haustinu. Petta hafði hún þulið yfir öðrum enda þótt hún vissi með sjálfri sér að það var engan veginn víst, jafnvel harla ólíklegt að þau gætu flutt inn með haustinu. Samt sagði hún þetta alltaf þegar hún talaði við frjálst fólk í eigin húsnæði. Þessi setning var þröskuldur milli hennar og þeirra og ætlað að byrgja þeim sýn í öryggisleysi hennar: hingað og ekki lengra. En smám saman hafði þessi setning þó fleytt henni sjálfri áleiðis yfir þröskuldinn í átt til þeirra: hún sá trú kvikna í augum þeirra. Þeir trúðu því sem hún sagði, trúðu á tilvist draumsins og mátt hans til að rætast.Og í návist þeirrar trúar fór setningin að hljóma sem særingarþula í eyrum hennar sjálfrar. Hún hafði sannfærzt um að þetta var rétt sem hún sagði. Trú annarra mundi gera hana frjálsa: Þau mundu flytja með haustinu. (46 — 47) Þegar hún svo á fyrsta deginum í nýja húsinu, ætlar að koma á framfæri sjálfstæðri hugsun, finnur hún engin tilbúin orð yfir hana, og lendir í stökustu vandræðum: Hún starði niður á auða borðplötuna þegar hún hóf mál sitt líkt og hún byggist við að geta lesið þar vísbendingar og orð sem hrifu, en þar stóð ekkert og hún talaði hreimlaust og ósannfærandi . . . (97) Persónur sögunnar hugsa og tala í föstum orðum og orðatiltækjum, sem sífellt eru sett upp sem andstæð raunverulegri reynslu þeirra. Einnig koma þau fyrir í myndmáli sögunnar, þar sem þau eru t. a. m. myndhverfð sem þröskuldur eða snákur, og ekki síst í endurtekningum, sem verða eitt helsta 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.