Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 102
Timarit Máls og menningar
fram yfir eigin reynslu. „Hefði hann bara sagt eitthvað“ (64), hugsar hún
eitt sinn þegar hún ætlar að fara að blygðast sín fyrir að hafa ekki veitt
leigjandanum stórmannlegri þægindi. (Þetta er reyndar ein af þeim setning-
um sem þýðanda hefur þótt óþarft að hafa með). Og hvað eftir annað kemur
fyrir, að bæði hún og Pétur leita stuðnings í föstum orðum og orðatiltækj-
um tungumálsins:
Nei, sagði Pétur. Flas er ekki til fagnaðar.
Og myndugleiki málsháttarins virtist ljá honum öryggi. Af tilburðum hans
mátti greina að þetta var útrætt mál. Hvað gat verið endanlegra en málsháttur
sem hafði treystst og eflzt í munni margra kynslóða, sem fól í sér óbreyttan
sannleik frá kyni til kyns og var þess vegna óumdeilanlegur. Hún var hreykin
af Pétri. Málið var útrætt. (77)
Og ef konan finnur ekki klifanir sem til eru fyrir í málinu, þá býr hún þær
bara til sjálf:
Og hún hugsaði um öll þau skipti sem hún hafði sagt að vonandi gætu þau
flutt inn með haustinu. Petta hafði hún þulið yfir öðrum enda þótt hún vissi
með sjálfri sér að það var engan veginn víst, jafnvel harla ólíklegt að þau gætu
flutt inn með haustinu. Samt sagði hún þetta alltaf þegar hún talaði við frjálst
fólk í eigin húsnæði. Þessi setning var þröskuldur milli hennar og þeirra og
ætlað að byrgja þeim sýn í öryggisleysi hennar: hingað og ekki lengra. En
smám saman hafði þessi setning þó fleytt henni sjálfri áleiðis yfir þröskuldinn
í átt til þeirra: hún sá trú kvikna í augum þeirra. Þeir trúðu því sem hún sagði,
trúðu á tilvist draumsins og mátt hans til að rætast.Og í návist þeirrar trúar
fór setningin að hljóma sem særingarþula í eyrum hennar sjálfrar. Hún hafði
sannfærzt um að þetta var rétt sem hún sagði. Trú annarra mundi gera hana
frjálsa: Þau mundu flytja með haustinu. (46 — 47)
Þegar hún svo á fyrsta deginum í nýja húsinu, ætlar að koma á framfæri
sjálfstæðri hugsun, finnur hún engin tilbúin orð yfir hana, og lendir í
stökustu vandræðum:
Hún starði niður á auða borðplötuna þegar hún hóf mál sitt líkt og hún
byggist við að geta lesið þar vísbendingar og orð sem hrifu, en þar stóð ekkert
og hún talaði hreimlaust og ósannfærandi . . . (97)
Persónur sögunnar hugsa og tala í föstum orðum og orðatiltækjum, sem
sífellt eru sett upp sem andstæð raunverulegri reynslu þeirra. Einnig koma
þau fyrir í myndmáli sögunnar, þar sem þau eru t. a. m. myndhverfð sem
þröskuldur eða snákur, og ekki síst í endurtekningum, sem verða eitt helsta
236