Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 112
Tímarit Máls og menningar
lega benda á þýðingar hans úr íslensku og færeysku. Þar er það einnig haft
eftir þekktum norskum rithöfundi, að Ivar Eskeland sé „en av de oversett-
erne som fár oss til á tro at han har skrevet tingene selv.“ Og eru það orð að
sönnu. í þýðingu hans á íslenska verkinu Leigjandanum er nefnilega ekki
eftir snefill af þeirri markvissu og listrænu úrvinnslu orðanna sem einkennir
skáldsögu Svövu Jakobsdóttur.15)
7) Svava Jakobsdóttir, „Reynsla og raunveruleiki — Nokkrir þankar kvenrithöf-
undar“, Konur skrifa til heiburs Önnu Sigurðardóttur, Reykjavík 1980, bls. 227.
8) Sama, bls. 227-228.
9) Sama, bls. 224.
10) Sbr. t. a. m. Asbjörn Aarnes, Litterart leksikon, Oslo 1967.
11) Ef líta má á söguna sem allegoríu, eins og oft hefur verið gert, sem eins konar
dæmisögu um erlenda hersetu í landinu, er það fyrst og fremst vegna sífelldra
vísana hennar í mál sem lýsir hernaði og stríði, og þá einkum í málnotkun kalda
stríðsins.
12) Um írónískar vísanir, sjá t. a. m. M.H. Abrams, A Glossary of Literary Terms
(Fourth Edition), New York 1981.
13) Sjá t. a. m. ritdóm Heimis Pálssonar um sænska og norska þýðingu á ljóðum
Olafs Jóhanns Sigurðssonar, sem vitnað er til hér að ofan. Einnig grein mína
„Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis", Tímarit Máls og menningar 1/1983.
14) Sbr. ummæli Halldórs Laxness í greininni „The Writer in a Small Language
Community" í The Times Literary Supplement 25. september 1969 (og Yfir-
skygðum stöðum (1971), bls. 163): A small-community writer would normally
accept any bid from a translator to translate a book of his into a large-
community language, and even be willing to pay the translation fees himself,
although they may be exorbitant. The translation finished, a still bigger problem
looms: that of finding a publisher for the translation. This can easely turn into a
tragic situation . . .
15) Grein þessi hefur orðið til á löngum tíma (í Björgvin og Reykjavík á árunum
1977 til 1983) og var upphaflega ætluð til birtingar í Skírni, Tímariti Hins
íslenska bókmenntafélags, þótt öðru vísi hafi skipast við ótímabært fráfall
ritstjórans, Ólafs Jónssonar. Óvíst er að mér hefði tekist að ljúka henni, sem og
svo mörgu öðru, ef ekki hefði komið til óbilandi hvatning hans, heiðarleg
umræða og rökstudd gagnrýni. Eg leyfi mér því að tileinka minningu hans þessa
grein, um leið og ég þakka honum ómetanlegt samstarf og vináttu í mörg ár, sem
voru þó of fá.
Idar Stegane, bókmenntafræðingur og nýnorskumaður við Háskólann í
Björgvin, las greinina yfir í handriti, gagnrýndi og veitti góðar ábendingar.
Kann ég honum bestu þakkir fyrir.
246