Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 15
Heimur tragedíunnar og tíðarandi nútímans Ýmsir höfundar, sér í lagi þeir sem aðhylltust rómantík eða eru undir áhrifum frá henni, hafa lagt mesta áherslu á þjáninguna í tragedíunni og þá trega- blöndnu ánægju sem við höfum af tragískum bókmenntum. í umfjöllun þeirra birtist tragedían eins og í skáldlegum draumi: sorgin, sársaukinn og mikilfeng- leikinn sitja í fyrirrúmi. Þessu viðhorfi fylgir gjarnan eftirsjá og fornaldardýrk- un. Um leið og tragedían er hafin yfir reynslu hversdagsins er sagt að nútíminn rúmi hana ekki. Tragedían tilheyrir fortíðinni og við erum hennar ekki verð. Höfundar á borð við Schiller og Goethe unnu mikið verk í átt að greiningu tragedíunnar og í því samhengi var farið að tala um heim tragedíunnar og hina tragísku sýn. Umræðan snerist bæði um sjónarhorn tragedíunnar —það sem hún opinberar okkur — og um frásagnarmáta hennar. Schiller og Goethe reyndu að greina tragískar bókmenntir frá því sem þeir kölluðu epík, en þeir komust fljót- lega að þeirri niðurstöðu að tragedían yrði ekki greind á grundvelli form- fræðinnar einvörðungu. Tragedían virðist ræna lesandann tilfinningalegu frelsi, sagði Schiller, og þar með var borin hugmyndin um að það sem tragedían sýndi væri annað og meira en það sem okkur er birt í bókmenntum yfirleitt."’ Rómantíska skáldið Shelley var meðal þeirra sem álitu tragedíuna hafa sér- stöðu innihaldsins vegna og vegna þess að hún hafi sérstæðan boðskap að bera. . . . tragedían veitir ánægju vegna þess að hún sýnir skuggann af þeim unaði sem fólginn er í sársaukanum. Shelley virðist hafa talið að það væri ekki aðeins framsetning sársaukans - hin skáldlega umfjöllun — sem veitir okkur unað, heldur sársaukinn sjálfur. Þó er ekki ljóst að hve mikiu leyti skáldskapur og veruleiki renna hér saman og því þykir ýmsum nauðsynlegt að leita til formfræðinnar svo greina megi þessaþætti að. Dr. Johnson segir í inngangi sínum að verkum Shakespeare að ánægjan af tragedíunni eigi rætur sínar að rekja til þess að við vitum að hún er skáldskapur. Raunveruleg morð, segir hann, veita okkur enga ánægju.4’ Landi hans, heim- spekingurinn David Hume tók í sama streng: það væri hið skáldlega í trag- edíunni sem veitti okkur ánægju, en ekki það sem sagt er frá.'1 Báðir leggja mesta áherslu á það að við höfum unað af listfenginni framsetningu, jafnvel þó það sem sett er fram sé í raun óyndislegt eða fráhrindandi. í ljósi slíkra ummæla kann það að virðast dæmigerður rómantískur hugsunar- háttur og hálfgerður barnaskapur hjá Shelley að leggja að jöfnu hinn skáldlega sársauka tragedíunnar og raunverulegar þjáningar. Þó ber að varast að leggja of mikið uppúr slíkri aðgreiningu innihalds og forms því skáldskapur er ávallt veruleiki innan ramma skáldverksins. Löngu fyrir tíma Shelleys skrifaði franska harmleikjaskáldið Racine í inn- gangi að harmleik sínum Berenice (1668) að ekki þyrfti að hafa blóð og morð í tragedíunni. Það nægir, sagði hann, að atburðirnir séu mikilfenglegir og per- 277
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.