Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar sónurnar sýni af sér hetjuskap, þannig vakni hin tigna sorg sem er ánægja okkar af tragedíunni.61 Hér er Racine ekki að gera lítið úr verkum sínum eða að líkja tragedíunni við einhvers konar loddaraskap sem miði að því einu að koma áhorf- endum í ákveðna stemningu, heldur sjáum við þvert á móti að hann lítur á áhrif- in sem tragedían hefur á áhorfendur sem mikilvægasta þátt verksins. Hin tigna sorg Racine er sambærileg við það sem Shelley kallaði skuggann af þeim unaði sem fólginn er í þjáningunni. Báðir leitast þeir viðað skýraáhrifin sem eru veru- leiki skáldverksins. Sorgin og þjáningin verða ekki aðgreind frá tragedíunni sjálfri. Það nægir ekki að benda á það eitt að tragedían lýsi þjáningu, því ekki eru öll verk tragískþar sem sagt er fráþjáningum, t.a.m. þjáist fólk oft í gaman- leikjum, en þar er gert grín að þjáningum þeirra í stað þess að lýsa þeim sem tragískum. Þó er heldur ekki nóg að segja að við njótum aðeins hins skáldlega í tragedíunni, því við vitum að hún hefur á okkur annars konar áhrif en önnur skáldverk og áhrifin eru um leið vísbending um veruleika verksins og inntak þess. Samkvæmt frægri skilgreiningu Aristótelesar er tragedían eftirlíking at- burðakeðju sem vekur með áhorfendum vorkunn og skelfmgu og veitir þessum tilfmningum útrás. 1 En Aristóteles segir jafnframt að þó vekja megi svokölluð tragísk áhrif á ýmsa vegu, eigi aðeins sumar aðferðir við í samningu harmleikja. Honum þykir t.d. verra að leiksýningin sjálf veki vorkunn og skelfingu með of- notkun ytri búnaðar. Snjallara er, segir hann, og einkenni betri skálda, að áhrifavaldurinn felist í efni leiksins, en ekki í leiknum sjálfum. Harmleikirnir geta ekki verið um hvaða efni sem er. Eftirlíking sumra at- burða vekur tragísk áhrif, annarra ekki. Aristóteles segir að harmleikurinn eigi að sýna skelfilega og átakanlega atburði og hljótum við þá ekki að segja að hið tragíska felist í atburðinum sjálfum? Að það sem gerir harmleikinn tragískan sé ekki leiksýningin sjálf, ekki eftirlíkingin heldur það sem líkt er eftir? Hið trag- íska felst ekki í því að einhver atburður vekur tragísk áhrif, þó áhrifin séu ein- kennandi, heldur er það atburðurinn sjálfur sem er tragískur. Sagan af Hamlet er ekki tragísk af því hún hefur á okkur tragísk áhrif, heldur hefur hún þessi áhrif af því að það sem hún segir frá er tragískt. Tragedían er í senn skáldleg og raunveruleg. í meðferð harmleikjaskáldsins verður þjáningin tragísk af því hún lýtur þar reglu hins tragíska heims. Til að skilja tragedíuna verðum við að skilja þessa reglu og öðlast þannig innsýn í þann heim sem hún tileinkar sér. Nietzsche lagði tragedíuna að jöfnu við dissónant eða ómstríða tónlist og sagði að unaðurinn sem við höfum af tragedíunni væri sá sami og unaðurinn af slíkri tónlist.K) Þessa staðhæfmgu byggir Nietzsche á því að tragedían lýtur ekki reglum sem ráða atburðarás annarra frásagna. Hún lýtur ekki skynseminni og henni er allt það sem við köllum sanngirni óviðkomandi. 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.