Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 22
Tímarit Ma/s og menningar
Hann er markaður ógæfunni eins og Þorkell hákur og Guðmundur ríki segja
báðir er þeir sjá hann fyrst á Alþingi. Það er ekki persónuleiki Skarphéðins eða
persónulegar aðstæður sem reka hann til vígsins, heldur ógæfan sjálf.
Ef við skoðum setningarnar sem vitnað er til hér að ofan, sjáum við að ekki er
lýst orsakatengslum. Setningar tengjast af „þá“, „og“ eða „en“ ístaðt.d., „því“,
„vegna þess", „þannig“, o.s.frv. Þetta er nefnt parataxis: sagan er sett fram sem
röð staðhæfinga en ekki sem orsakaferli og það gerir það m.a. að verkum að frá-
sögnin virðist líflegri en ella. í stað flókinna skýringa er okkur einfaldlega sagt
að svona hafi þetta farið fram — fyrst mæltu þeir í mót, svo fóru þeir að trúa og
síðan gerðust þá í fáleikar af þeirra hendi. Hér er ekki verið að sannfæra lesand-
ann um réttmæti þess sem sagt er frá. Textinn er ekki skýring á því af hverju
sagan gerðist, heldur er hún látin standa ein sem dramatískur veruleiki.
S1 ík framsetning hefur þá sérstöðu að þó efnið sé meðhöndlað sem veruleiki er
ekki þörf á að réttlæta veruleika þess. Að þessu leyti er hún frábrugðin raunsæis-
stefnu 19- aldarinnar þar sem þess var krafist að veruleiki sögunnar endur-
speglaði veruleika lesandans og réttlæting verksins var fólgin í þeirri speglun.
Hins vegar er framsetningin í Brennu Njáls Sögu um margt svipuð því sem nú er
aftur farið að tíðkast og sumir kalla magískan realisma.'01
í Lýgneren ergefin skýring áatburðum sem fullnægir öllum kröfum aldamóta-
bókmenntanna um sálfræðilegt raunsæi, en um leið virðist tragedían glatast.
Ógæfan verður afleiðing veikleika, eins konar mistök sem Skarphéðni verða á af
barnaskap. Það er sorglegt, en engan veginn tragískt. í Brennu Njáls Sögu eru
þessi atvik aldrei skýrð út frá sálfræðilegum forsendum, heldur eru þau þáttur í
örlögum samfélagsins, byggð á dýpri nauðsyn. Eins og Halldór Laxness bendir á
er það örlagatrúin sem einkennir söguna og þykir ekki þörf fyrir skýringar afþví
tagi sem Jóhann Sigurjónsson gefur í leikritinu. Það eru ekki tilfínningar eða
ákvarðanir persónanna sem eru hreyfiafl sögunnar, heldur forlögin sjálf. Það er
ekki höfuðatriðið að Mörður hafi komið af stað illindum sem síðan leiddu af sér
víg Höskulds, heldur er vígið nauðsynlegur þáttur í tragedíunni sem ákvörðuð
hefur verið fyrirfram. í því er merking þess fólgin.
V
Örlagatrúin er einn sterkasti þátturinn í sígildum harmleikjum, en það er langt
í frá að hún sé óskyld þeim einkennum sem rædd voru hér að ofan: móthverfum
ósamrýmanlegra viðhorfa. Við sjáum að þó vandinn skapist af slíkum móthverf-
um þá er það nauðsyn forlaganna sem rekur söguna áfram. Ef ekki kæm i ti 1 þessi
nauðsyn mætti jafnvel hugsa sér að allt færi vel í harmsögunni. Ef vilji söguper-
sónanna réði mætti án efa leysa vandann án þess að til blóðsúthellinga eða ann-
284