Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 31
Að eignast líf sýndu mér orð þitt segðu mér það allt gerðu það okkar beggja Okkur ber að miðla og gefa, deila með öðrum, ekki sanka að okkur reynslu og visku fremur en jarðneskum eigum. Og þar í er fólginn einn meginboðskapur- inn í öllum verkum Birgis Sigurðssonar. Það er um það vert að elska og gefa, að halda engu eftir og þiggja allt í staðinn. Þetta tengist spurningu framar í bók- inni í ljóðinu „Munaður": „Hví skyldum við eiga / nægir ekki að elska?" Þessi spurning er náskyld meginhugsun einnar helstu tískubókar þessara ára, To Have or To Be, eftir Erich Fromm. Það skiptir sjálfsagt litlu máli hvort Birgir hefur lesið Erich Fromm eða ekki, því í þessari bók eru skilgreindar hugsjónir sem uppi voru í tímanum og engin leið að henda reiður á hvaðan voru sprottnar. En spurningin í ljóðinu og meginhugsunin hjá Fromm vísa leið að kjarnanum í boðskapnum í leikritum Birgis Sigurðssonar. Meginstefið í Ájörðertu kominn byggist á þessu sama. Þar eru menn brýndir til að gefa sín orð, skýlaus, en án asa. Ekki er rétt að ausa taumlaust af þessum brunni heldur skal varðveita orðin í eigin þögn, svo þau mótist af þeim sem þau geymir. I Réttu mérfána hafði Birgir samt sem áður orðað efasemdir um að menn- irnir beri gæfu til að höndla sannleikann og gefa, til dæmis í ljóðunum „Sjónar- spilið" og „í glerkúlunni". í síðarnefnda ljóðinu næst ekki samband milli ein- staklinga, en maðurinn hlýtur þó að „leita enn“ og „getur ekki annað". í „Sjón- arspilinu" varar Birgir við því að sannleikurinn geti orðið að láta sér lynda að leika aukahlutverk; þrátt fyrir allt verðum við að halda í vonina, því einveran, innhverfan og sjálfbirgingurinn gera ekkert annað en leiða menn fram af bjarg- brún til þess eins að farast, eins og vísað er til í Ijóði sem nefnist „Gangan" og er í formi dæmisögu. Á jörðertu kominn er lítið kver og fór víst ekki mikið fýrir því á bókamarkaði á sínum tíma. Þarna er einn bálkur í tólf ljóðum og var upphaflega ekki ætlað að koma út á bók, en það fórst fyrir að flytja kantötu þá sem ljóðin voru ort við á Listahátíð 1974 og gaf skáldið kverið út á eigin reikning „til að koma ljóðunum frá.“ Þessi bálkur er eðlilegt framhald af Réttu mér fána og lokaorð hans: „Til komi þín ást. — Á jörðu“ má hæglega lesa sem næsta skref við lokaorðin í fyrri bókinni: „Það er aðeins unnt að lifa.“ í Á jörð ertu kominn eru tekin upp megin- stefin úr fyrri bókinni og felld í eina heild. Aðferðin er svipuð, brugðið er upp augnabliksmyndum af ósómanum í heiminum, allt fleygað íhugun um stöðu hins sjáandi/heyrandi mannsog vísaðá leið út úrógöngunum. Eina vonin er sem fyrr að elska, gefa og miðla sínu orði, andstætt við það að eiga, kúga, svíða og drepa. Þessi vonartónn er sá sami og öll leikrit Birgis enda á, þrátt fyrir allt sem 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.