Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 35
Að eignast líf Pú kemst. Kannski kemstu. Efþú lætur ekki traðka þig niður, ef einhver mer þig ekki undir hælnum á sér, þákemstu. Pú sérð það ef þú horfir á grasmaðkinn. Hannerekki annað en felumynd af sjálfum sér. í rauninni er hann fiðrildi. En hann veit það ekki af því að hann er blindur og vitlaus og sér ekki út úr grasinu sem umlykur hann. En ein- hvern daginn flýgur hann upp úr grasinu og er orðinn fiðrildi. Það kemst ekki Iangt af því heimurinn er stór og það svo lítið og líf þess svo stutt. Kannski flögrar það bara um smástund og svo er allt búið. Kannski berst það með vindinum þangað sem það vildi alls ekki fara. Kannski finnst því jafnvel að það hafi ekki komist neitt. En þú lætur það ekki á þig fá. Þér tókst að verða fiðrildi. Þér tókst að verða að sjálfri þér. Og það er þó nokkuð.8’ Hér er enn á ferð vonin um að ná þroska og verða að manni og kallast á við þá uppreisn gegn uppruna og fortíð sem Pétur gerði í fyrsta leikritinu. Þar birtist vonin í baráttu sonar til að losna undan móðurvaldinu, taka sér aðra konu og lifa eigin lífi, en í Grasmaðki verða persónurnar að kveða niður drauga fortíðarinnar til þess að öðlast sjálfstætt líf. í Degi vonar eru meginstef Birgis öllu samtvinnaðri en í fyrri verkum og greinilegt að sálarheill samfélagsins byggist á sálarheill einstaklinganna. Birgir hefur sagt að Dagur vonar sé harmleikur og það er í ljósi þeirrar yfirlýsingar sem við verðum að skoða hið óhugnanlega fórnarmorð í leikslok, en mörgum hefur þótt það atriði óþarft og raunar virka sem ömurlegt ákall til lægstu hvata áhorf- enda þar sem illmennið og auðnuleysinginn Gunnar varð fórnarlambið. Ef við tökum yfirlýsingu Birgis um harmleikinn bókstaflega verðum við að líta til elstu fyrirmynda þess leikforms. Hinir forn-grísku harmleikir voru ekki ein- göngu raunasaga sem lauk á óhjákvæmilegum harmdauða, þeir voru ritúal og arfur frá trúarbrögðum og leikformið var eins konar messugerð þar sem lagt var út af boðskap æðri máttarvalda svo samfélaginu gæti orðið leiðarljós til betra mannlífs. í Degi vonar sjáum við, líkt og í forn-grísku harmleikjunum, mynd af samfélagi sem hefur skaðast og býr við ok, harmurinn er orðinn áður en leikur- inn hefst, fortíðin kæfir alla tilburði til reisnar og fagurs mannlífs. Leikslokin eru kaþarsis, miskunnarlaus hreinsun, og jafnframt kviknar von og birtir til. Gunnar ber að skoða sem tákn fremur en raunsæilega persónu þó svo hann hafi flestar eigindir raunverulegrar mannveru, og hlutverk hans í leiknum er að því leytinu ekki ósvipað hlutverki Ödípusar. Hann er sú meinsemd sem samfélagið þarf að losna við ef það á að dafna. Gunnar er tákn um sjálfselsku Láru, hann er „friðiir hennar, ástin er eingöngu holdleg og stendur eðlilegri ást hennar til barna sinna fyrir þrifum. Með notkun hins klassíska harmleikjaforms er Birgir að predika enn, en ferst það mun betur en oft áður þar sem formið og framvinda leiksins miðla boðskapnum fremur en að persónurnar gerist málpípur, verkið verður margslungið spennuleikrit og ekki stólræða. Dagur vonar er til vitnis um örugg tök Birgis á leikforminu, hinu klassískt TMM III 297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.