Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 51
„Er ekki nóg að lífið sé flókið?" og er þá gjarnan mælt fyrir munn (sumra) lesenda: „Hættu þessum spuna. Segðu mér heldur sögu.“ Þessu er beint til förumannsins í Turnleikhúsinu, en hann svarar: „Sögu. Hvar eru mörkin? Hvað er ekki saga, þá sagt er?“ (194). Ennfrem- ur byggist allur skáldskapur hans meira eða minna á fyrirbæri sem við kennum oftast við sögur, en þar á ég við ferðina, sem er einmitt annað orð sem við notum oft til að einkenna ævi okkar eða lífið almennt: lífið er ferðalag. í vissum skiln- ingi eru verk Thors öll „ferðasögur"; að því leyti er lítill munur áskáldverkunum og ferðabókum Thors, þar sem hann segir frá eigin ferðum um heiminn en sýnir líka ýmiskonar skáldlega tilburði. En ferð og saga eru samt ekki eitt og hið sama hjá Thor. Líkt og í verkum ým- issa annarra módernista reynist ferð Thors oftast vera leit, oft ferð án fyrirheits, en jafnframt leit að fyrirheitum, merkingu, tilgangi. Kannski má segja að verk hans séu leit að sögu frekar en sagan sjálf. Persónurnar eða kannski öllu heldur „raddirnar" í verkum Thors eru alltaf að byrja að segja frá einhverju, en ávallt er eitthvað sem truflar, sagan verður aldrei nema textabrot eða svipmynd, þó að þráðurinn sé ef til vill tekinn upp seinna og spunninn eitthvað áfram, eða í aðra átt. Sú persóna sem kölluð er tónskáldið í Ópi bjóllunnar segir á einum stað: „Það er erfitt að segja sögu vegna þess að viðhorfin breytast svo hratt í heiminum í dag, afstæðurnar, allt.“7) Þetta held ég megi lesa sem skilaboð frá höfundi og það er umhugsunarvert að í verkum sem oft virðast svo huglæg og „innhverf' skuli „heimurinn" valda því að saga á erfitt um vik. En eins og við sjáum hjá per- sónum Thors er það þó fýrst og fremst með sögum sem við reynum að átta okkur á heiminum og stöðu okkar í honum. Hið sama gildir um stöðu lesandans gagn- vart heimsmyndinni í verkunum; ef hann ætlar að botna í þeirri mynd verður ferð hans um verkið óhjákvæmilega leit að sögu. Okkur má ekki farast eins og því fólki í Turnleikhúsinu sem situr eins og það bíði eftir innblæstri: „Einsog það þýddi að bíða eftir innblæstrinum án þess að hafast að. Einsog innblásturinn fengist án þess að greiða fyrir honum með athöfn, með vinnu, með leit í verki." (20). En við megum ekki vera of áköf að finna „lausn" sögunnar og losna þannig við verk. Eins og segir um leitina miklu í Turnleikhútsinw. „Það er ferðin sjálf sem skiptir öllu máli. Ég held það. Markið er ekki að binda enda á ferðina. Heldur það sem ferðin sjálf kynni að bjóða. Það sem gerist í þér sjálfum, það er ferðin." (114—5). Líklega komast þessi orð nær því en nokkur önnur í verkum Thors að lýsa þeirri fagurfræði sem býr þeim að baki. Einsernd og dst Þegar í fyrstu bók Thors, Maðurinn eralltaf einn, koma fram flest þau einkenni verka hans sem upp voru talin hér að framan. Bókin er á ytra borði smásagna- safn, en þetta eru ekki sögur í raun, heldur svipmyndir, myndbrot þar sem tak- TMM IV 313
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.