Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 82
Tímarit Máls og menningar hygli. Samkvæmt myndinni sem hann gaf í þeirri bók af hlutskipti mannsins, virtist það vera óskiljanlegt og fáránlegt og í rauninni enginn tilgangur með líf- inu, og þar af leiðandi engin ástæða til að taka afstöðu. En barátta Camus í and- spyrnuhreyfingunni breytti þessu viðhorfi hans, og í skáldsögunni La Peste (Plágan, 1947), kemur fram ný afstaða, uppreisnin gegn fáránleikanum. Camus finnst að maðurinn þurfi ekki endilega að blanda sér í stjórnmál, heldur eigi hann að mótmæla og rísa upp á grundvelli siðferðis. Líkt og Malraux telur hann að maðurinn eigi að vera hetja, fórna sér fyrir aðra, jafnvel þó hann glati með því eigin hamingju. Ein söguhetjan í Plágunni, Ramberr, fórnar sér fyrir aðra, af mannúðarástæðum, því „það er hægt að skammast sín fyrir að vera ham- ingjusamur aleinn“.21> Einokun tilvistarstefnumanna á bókmenntaheiminum hlaut að fara í taugarn- ar á mörgum. Fyrstu viðbrögðin gegn henni voru í senn pólitísk og fagurfræði- leg. Nokkrir ungir bókmenntamenn sem höfðu hægri sinnaðar stjórnmálaskoð- anir og höfðu ekki barist í andspyrnuhreyfingunni, risu upp gegn Sarrre í kring- um 1950 og fylktu liði í kringum tímaritið La Parisienne. Þeir fordæmdu afstöðubókmenntir, töldu þær bæði leiðinlegar og illa skrifaðar og héldu fram að fyrsta og síðasta hlutverk bókmenntanna væri að gleðja lesendur. Fyrirmyndir sóttu þeir til Franqois Mauriac (sem Sartre hafði veist sérstaklega að í gagnrýni sinni), Paul Morand og einnig voru þeir hrifnir af Stendhal. Skáldsögur þeirra voru eins konar sambland af klassískum verkum og afþreyingarbókmenntum en þó vel skrifaðar á fallegu og öguðu máli. Enda urðu margar þeirra mjög vinsæl- ar, svo sem Lehussardbleu (Blái húsarinn, 1950) eftir Roger Nimier (1925—1962) (hópurinn var reyndar oft nefndur les hussards) og sérstaklega Bonjour Tristesse (1954) eftir Franqoise Sagan. Af öðrum höfundum sem töldu sig til húsaranna má nefna Jacques Laurent og Antoine Blondin. Yfirleitt hafa bækur þessara höf- unda verið vinsælar sem kvikmyndahandrit, og sýnir það ef til vill skemmtana- gildi þeirra. En þær höfðu lítið annað gildi, nemaþá að sýna hvernig margt ungt fólk í borgarastétt hugsaði og lifði á fimmta og sjötta áratugnum. Miðað við millistríðsárin voru tíu fyrstu árin eftir stríð eiginlega afturhvarf til hefðbundinnar skáldsagnagerðar, þrátt fyrir vilja og stór orð tilvistarstefnu- manna í þá veru að breyta skáldsögunni. Nú voru komin yfir 60 ár frá því fyrst var talað um að þyrfti nýja gerð af skáldsögu. Það er einmitt gegn þessu aftur- hvarfi, og líka gegn afstöðubókmennrunum sem um 1955 rís upp hópur mjög róttækra breytingarmanna, þeirra sem síðan hafa verið kenndir við nýju skáld- söguna eða „nýsöguna". Þetta voru Nathalie Sarraute (1900— ), Alain Robbe- Grillet (1922-), Claude Simon (1913-) og Michel Butor (1926—).221 Öfugt við ungu borgarastéttarrithöfundana var þarna ekki á ferðinni neinn skipulagður mótþrói gegn ríkjandi bókmenntum, því fæstir höfundanna vissu hver um ann- an. Nokkrar skáldsögur sem gefnar voru út hjá sama útgáfufyrirtæki, Les Edi- 344
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.