Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 110
Tímarit Máls og metiningar sársaukavein. Þvínæst hljóp hann beint af augum útá eyðilandið með vírum sínum og járnarusli og bílhræjum. Eitthvað greip um fótinn á honum og hann lét stafinn ríða á því, en það var ekki maður, bara eitthvert hárbeitt málmstykki. Hann var snöktandi og lafmóður, en hann ruddist áfram inná svæðið og að baki honum ruddust hinir líka inná svæðið, rákust á allskyns ranimosk og spörkuðu í dósir og skjólur. Hann féll í einhverja fáránlega víraflækju; það vargaddavír og reifbæði föt hans og hold. Síðan hélt flækjan honum föstum, svo honum fannst dauðinn vera á næsta leiti, og þegar hann átti enga von aðra hrópaði hann af lífs og sálar kröftum: „Hjálpiði mér, hjálp- iði mér!“, en hann var með öllu raddlaus og stóð á öndinni. Hann réðst á vírinn og vírinn svaraði í sömu mynt með því að klóra hann á höndum og andliti. Svo var hann skyndilega laus. Hann sá rútuna koma til baka, og hann æpti aftur sinni miklu og hljómlausu rödd: „Hjálpiði mér, hjálpiði mér!“ Með ljós rútunnar að bakgrunni sá hann greinilega útlínur eins unga mannsins. Dauðinn var á næstu grösum og í svipinn fylltist hann heift yfir ranglæti lífsins, að því skyldi ljúka með þessum hætti fyrir manni sem ævinlega hafði verið verksígjarn og löghlýðinn. Hann hóf þungan stafinn á loft og lét hann dynja á haus þess sem var á hælum hon- um, svo maðurinn lyppaðist til jarðar með stunum og veinum, rétt eins- og lífið hefði líka verið ranglátt í hans garð. Þvínæst snerist hann á hæli og hóf að hlaupa á ný, en hljóp beint utaní aflóga vörubíl og steyptist til jarðar ringlaður. Um stund lá hann graf- kyrr og átti von á högginu sem mundi ganga frá honum, en jafnvel við þessar aðstæður kom glóran til hans aftur og hann velti sér tvær veltur og var undir bílnum. Hvert einasta innyfli virtist vera á leiðinni uppí kok og á vörum hans var bragð af svita og blóði. Hjartað var einsog villt dýr í brjóstholinu og virtist hefja líkamann á loft í hvert sinn sem það sló. Hann reyndi að róaþað, afþví hann óttaðist að til þess heyrðist, og reyndi að hafa stjórn á háværupi andköfunum, en hvorttveggja var honum um megn. Þá sá hann alltíeinu tvo ungu mannanna bera við dökkan himininn. Hann hélt þeir hlytu að heyra til sín, en sjálfir stóðu þeir á öndinni eins- og drukknandi menn og orð þeirra komu með hríðum. Svo sagði annar þeirra: “Heyrirðu?" 372
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.