Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar hefur ef til vill villt mönnum sýn. Annað er hin svokallaða „Ævi Snorra goða“ sem er síðari tíma titill, því að frásögnin hefst í miðju kafi. Hitt er staður sá í for- mála Heimskringlu þar sem Snorri segir að Ari hafi ritað ævi Noregskonunga eftir Þorgeiri afráðskolli. En þá hefur gleymst að taka tillit til þess að Snorri er fyrst og fremst að styrkja tímatal sitt með því að vísa til höfundar (auctoritas). Merkingin er sú að Þorgeir afráðskollur sé heimildin fyrir tímatalinu, ekki sú að Ari hafi ritað alla Heimskringlu eftir Þorgeiri löngu áður en Snorri Sturluson skrifaði formálann. Nú má ljóst vera að það er allsendis óvíst hvort „konunga ævi“ hafi yfirleitt staðið í „eldri gerð“. Þess vegna er engan veginn sjálfgefið mál að hún hafi verið felld niður í yngri gerð. Snorri minnist hvergi á áttartölu, aðeins konungaævi, og því er ósvarað spurningunni um hvað „áttartala" merkir. Ekki skal leitað óyggjandi svara við henni hér. En á það má benda, að átt merkir ekki bara ætt í nútímamerkingu. Það merkir líka átt í nútímamerkingu. Og að fornu var talað um áttir himinsins, það er að segja þau svæði sem sólin fór um hverjar þrjár stundir. Áttartala kynni því einnig að hafa haldið einhverju af merkingunni „tímatal". Efþetta er rétt þá er ljóst að það sem Ari gerði í seinni gerð var að breyta tímatalsgrundvelli bókar sinnar. Ef til vill fólst það í því að hann jók við lögsögumanna ævi og bætti inn konunga ævi, það er að segja, tengdi lögsögumannatal atburðum í verald- arsögu. Jakob Benediktsson hefur sagt: „Eitt helsta afrek Ara var að skapa tíma- talskerfi íslenskrar sögu.“ (ÍF I, xlii). Það hlýtur að sæta undrum hversu erfiðlega mönnum gengur að kyngja því að texti íslendingabókar sjálfrar sé allur varðveittur. Bókin hefst á orðunum: „Incipit libellus Islandorum" og lýkur á orðunum: „Hér lýksk sjá bók“. Efnisyf- irlitið tekur af allan vafa: „In hoc codice continentur capitula" segir þar, og síðan eru tölusettir 9 kaflar í bókinni. Glósan um Hálfdan hvítbein Upplendinga kon- ung, sem kemur á eftir formálanum er vafalaust spássíuglósa sem hefur verið felld inn í textann, m.ö.o. innskot skrifaraeins og margir fræðimenn hafa haldið fram. Sömu sögu er að segja um ættartölu landnámsmanna í öðrum kafla, enda rýfur hún augljóslega samhengi frásagnarinnar. Að hún skuli vera nefnd í efnis- yfirlitinu styður þetta einnig, því að efnisyfirlitið er úr lagi gengið einmitt þar sem hennar er getið. Auk þess er hún skyld ættartölunni aftast í handritinu. Ennfremur má geta þess að þegar Snorri vitnar í íslendingabók, í formála Heimskringlu, segir hann: „frá íslands byggð og lagasetning", en nefnir ekki landnámsmenn. Ástæðan fýrir því að ættartöluna er að finna á þessum stað í handritinu kann að vera sú að minnst er á ættir Eyfirðinga þar sem talað er um lagasetninguna og þar kynni ættartalan að hafa verið sett upphaflega sem spáss- íuglósa. Þetta vekur aftur upp þá spurningu hvort skipting efnisins sé rétt í flestum 376
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.