Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 17
Adrepur Halla og heiðarbýlið. Kristnihald umdir jökli byggist greinilega á Ævisógu Árna prófasts eftir Þórberg Þórðarson, og þannig mætti lengi telja. En útkoman er sjálfstætt listaverk, sem lesendur njóta fyllilega án þess að þekkja verkin sem þau byggjast á. Augljóst er, að jafnvel hið lakasta skáldverk hefur sama sjálf- stæði til að bera. Það verður hinsvegar ekki sagt um bókmenntatúlkanir, þær sem ég hefi séð. Þær beinast einfaldlega að því að varpa ljósi á umrætt bók- menntaverk, eða þá á eitthvert menningarlegt samhengi útfrá bókmenntaverk- inu, og þær verður því að meta eftir því hversu mjög þær efla vitranan skilning lesenda á umræddu verki, einnig þegar fjallað er um tilfinningaáhrif þess. Bók- menntaverk höfða hinsvegar alhliða til persónuleika lesenda með því að tengja í eina heild margvísleg atriði, svo sem sögupersónur, mismunandi stíl, hljómfall, myndrænar lýsingar, o.fl. Því er lestur góðs bókmenntaverks persónuleg reynsla, en af því verður ekki ályktað að allar túlkanir verksins séu jafngildar. Til lítils hefði þá höfundurinn vandað sitt verk. Sú túlkun kom eitt sinn fram á Sjálfstæðu fólki, að það væri fyrst og fremst lofsöngur um eftirbreytniverðan hetjuskap einyrkja. Er það ekki augljós fjarstæða? Það er vissulega ánægjulegt að helstu tískukenningar franskrar bókmenntafræði (og þótt víðar væri leitað) hafa borist íslenskum lesendum, heimfærðar á ís- lenskar bókmenntir. Fjölbreytni er vitaskuld þakkarverð í bókmenntatúlkun eins og á öðrum sviðum. En því miður er hún aðeins á heildina litið, hver túlk- un er yfirleitt einhliða, svo vandséð er að tvær túlkanir einnar bókar geti verið um sama verk, eins og vitur kona sagði um Gerplugreinarnar tvær í TMM (3. hefti 88). En vissulega stangast þær greinar ekki á, heldur skoða söguna hver frá sinni hlið, og er skemmtilegt að önnur tengir söguna við Marx, en hin við Freud, einmitt þá tvo spekinga sem Halldór Laxness afneitaði síðar sem ákafast. Hér verður að gera þann fyrirvara að þessar greinar eru fundarerindi sem máttu ekki fara yfir takmarkaða lengd. Dagný Kristjánsdóttir skrifar í inngangi sinnar Gerplugreinar íhugunarverð orð um túlkun, m.a. að það hljóti að vera matsatriði hverju sinni hvaða túlkun- araðferð henti skáldverki best. Það er hverju orði sannara, og ræðst ekki af bókmenntaverkinu einu, heldur líka af áhugamálum greinandans, sú aðferð sem er vekjandi fyrir einn, myndi hefta annan. Réttilega varar Dagný þó við túlkun sem skoðar skáldverk eingöngu sem heimild um þetta áhugasvið, hvort sem það er þjóðfélagsmynd, sálarástand, sögulegir atburðir eða annað. En það sem boðað er með slagorðinu að „lýsa bókmenntum eins og þær eru“, er ein- mitt þetta, að túlkunin verði að byrja á því að skoða bókmenntaverkið sem sjálfstæða heild, og hlutverk einstakra þátta þess innan þeirrar heildar, áður en farið er að tengja það einhverjum sviðum utan þess. Eg kannast ekki við þá skoðun, að aðferð til að greina skáldverk sem heild sé sjálfsprottin eða „nátt- úruleg“ á einhvern hátt. Slíkar aðferðir eru að sjálfsögðu mannaverk á hverjum tíma, nú hefur um sinn mest borið á strúktúralisma. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.