Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 25
„Hagt felldi ég heim minn saman “ Mannskaðinn undan Reykjanesi varð Hannesi líka efni í einu skáldsögu hans til þessa, Strandið, sem kom út 1955. Þegar Sprek á eldinn komu út 1961 þóttu myrk og torskilin ljóð ekki lengur við hæfi, og þrem árum áður hafði Hannes Sigfússon sagt sjálfur í samtalinu „Talað við gesti“ í Birtingi (3.-4. hefti 1958) að íslenskum nú- tímaskáldum væri nauðsynlegt að sigrast á vantrausti sínu á orðunum því tími hins skorinorða ljóðs væri kominn! 1966 gaf Hannes út Jarteikn, Örvamcelir kom út 1978 og á síðastliðnu ári kom svo síðasta ljóðabók Hannesar til þessa, Lágt muldur þrumunnar. Þessar bækur eru ólíkar þeim fyrstu að því leyti að í þeim eru stök ljóð eða stuttir ljóðabálkar, en enn sem fyrr eru alþjóðastjórnmál og angist nútímamannsins Hannesi hugleik- in. Samtíminn er sundraður, barátta við háskaleg tortímingaröfl eða vofu- her, fortíðin horfið sumar. Pólitísk heimsósómakvæði setja svip á þessar bækur, einkum Jarteikn. Stundum er þó eins og örvæntingin víki fyrir djúpri og rómantískri þrá eftir óslitinni hringrás, alheimssál sem maðurinn sé hluti af eða nýrri jörð undir fætur hans. Um leið verður angurvær til- finning um hverfulleika áleitnari en tortímingargeigurinn. I orðfæri eru ljóðin beinskeyttari í bókunum á eftir Imbrudögum, og þó að líkingar séu enn flóknari sums staðar verða áhrif framúrstefna æ minni. Hannes kvæntist norskri konu og fluttist með henni til Noregs árið 1963. Þaðan er hann nú kominn aftur heim eftir aldarfjórðung og af því tilefni heimsótti ég hann með upptökutæki í farangrinum til að ræða um líf hans og skáldskap. Með Birtingssamtalið sem áður var nefnt að fyrirmynd leyfði ég afrakstri heimsóknarinnar að verða fremur samtal en viðtal í venjulegum skilningi, þó mun meira sé að sjálfsögðu sleppt af texta skrásetjara en við- mælanda - og því miður öllum hlátri. Þegar millifyrirsagnir eru innan gæsalappa eru þær teknar (misjafnlega stafréttar) úr ljóðum eða ævisögu Hannesar. „Fimm mínútna leið frá bænum veit ég mjóar krossgötur“ t>að má skilja á teviminningum þínum að eiginlega hafi það verið Ijóðaþýð- ingar sem komu þér á sporið með að yrkja. Ja, ég byrjaði náttúrlega áður að reyna að yrkja en náði ekki tökum á því. En þegar ég þýddi „Fimm mínútna leið frá bænum“ eftir Vitezslav Nezval var eins og opnaðist fyrir mér nýr ljóðheimur. Og þó ég hafi ekki stælt það kvæði var eins og orðfærið kæmist á rekspöl. Eg hafði ort hefð- bundið fram að því. Opnaði þetta Ijóð þér leið að nútímatjáningu f1 Já, það gerði það beinlínis. Eg rakst á það í sænska tímaritinu Bonniers litterára magasin og tók upp hjá sjálfum mér að þýða það - svo það hefur 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.