Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 25
„Hagt felldi ég heim minn saman “
Mannskaðinn undan Reykjanesi varð Hannesi líka efni í einu skáldsögu
hans til þessa, Strandið, sem kom út 1955.
Þegar Sprek á eldinn komu út 1961 þóttu myrk og torskilin ljóð ekki
lengur við hæfi, og þrem árum áður hafði Hannes Sigfússon sagt sjálfur í
samtalinu „Talað við gesti“ í Birtingi (3.-4. hefti 1958) að íslenskum nú-
tímaskáldum væri nauðsynlegt að sigrast á vantrausti sínu á orðunum því
tími hins skorinorða ljóðs væri kominn! 1966 gaf Hannes út Jarteikn,
Örvamcelir kom út 1978 og á síðastliðnu ári kom svo síðasta ljóðabók
Hannesar til þessa, Lágt muldur þrumunnar. Þessar bækur eru ólíkar þeim
fyrstu að því leyti að í þeim eru stök ljóð eða stuttir ljóðabálkar, en enn
sem fyrr eru alþjóðastjórnmál og angist nútímamannsins Hannesi hugleik-
in. Samtíminn er sundraður, barátta við háskaleg tortímingaröfl eða vofu-
her, fortíðin horfið sumar. Pólitísk heimsósómakvæði setja svip á þessar
bækur, einkum Jarteikn. Stundum er þó eins og örvæntingin víki fyrir
djúpri og rómantískri þrá eftir óslitinni hringrás, alheimssál sem maðurinn
sé hluti af eða nýrri jörð undir fætur hans. Um leið verður angurvær til-
finning um hverfulleika áleitnari en tortímingargeigurinn. I orðfæri eru
ljóðin beinskeyttari í bókunum á eftir Imbrudögum, og þó að líkingar séu
enn flóknari sums staðar verða áhrif framúrstefna æ minni.
Hannes kvæntist norskri konu og fluttist með henni til Noregs árið 1963.
Þaðan er hann nú kominn aftur heim eftir aldarfjórðung og af því tilefni
heimsótti ég hann með upptökutæki í farangrinum til að ræða um líf hans
og skáldskap. Með Birtingssamtalið sem áður var nefnt að fyrirmynd leyfði
ég afrakstri heimsóknarinnar að verða fremur samtal en viðtal í venjulegum
skilningi, þó mun meira sé að sjálfsögðu sleppt af texta skrásetjara en við-
mælanda - og því miður öllum hlátri. Þegar millifyrirsagnir eru innan
gæsalappa eru þær teknar (misjafnlega stafréttar) úr ljóðum eða ævisögu
Hannesar.
„Fimm mínútna leið frá bænum veit ég mjóar krossgötur“
t>að má skilja á teviminningum þínum að eiginlega hafi það verið Ijóðaþýð-
ingar sem komu þér á sporið með að yrkja.
Ja, ég byrjaði náttúrlega áður að reyna að yrkja en náði ekki tökum á
því. En þegar ég þýddi „Fimm mínútna leið frá bænum“ eftir Vitezslav
Nezval var eins og opnaðist fyrir mér nýr ljóðheimur. Og þó ég hafi ekki
stælt það kvæði var eins og orðfærið kæmist á rekspöl. Eg hafði ort hefð-
bundið fram að því.
Opnaði þetta Ijóð þér leið að nútímatjáningu f1
Já, það gerði það beinlínis. Eg rakst á það í sænska tímaritinu Bonniers
litterára magasin og tók upp hjá sjálfum mér að þýða það - svo það hefur
15