Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 31
„Hœgt felldi ég heim minn saman“
hefur hann sem lifandi vera, hlekkur í ákveðinni keðju. Ég man eftir því að
Jóhannes úr Kötlum hafði mikla trú á brjóstviti alþýðunnar.
Finnst þér þá að það sem greini skáld frá öðru fólki sé að þau hafi beinna
samband við þetta alheimsbrjóstvit ?
Nei, ég á ekki við það. Mér er illa við að alhæfa um skáld, þau eru svo
frábrugðin hvert öðru. Ef þau eru næm ættu þau að hafa betra samband við
þetta brjóstvit, en þau geta líka látið glepjast og sagt einhverja vitleysu.
Um gagnrýni
Svo kom Sprek á eldinn. Hvernig dóma fékk hún?
Nokkuð góða. Sérstaklega frá Olafi Jónssyni sem skrifaði í Félagsbréf
AB. Ég vakti eiginlega fyrst athygli þegar Dymbilvaka kom út aftur í Ljóð-
um ungra skálda 1954, þá fékk ég uppreisn æru svo að segja. Sprekin komu
1961, tíu árum á eftir Imbrudögum. Þá var ég orðinn nokkuð þekktur í
hópi bókmenntamanna þótt bókin seldist náttúrlega ekkert. En þá var tek-
inn af mér skáldastyrkurinn! Ég sagði Sigurði Guðmundssyni ritstjóra að
ég væri að fara úr landi til frambúðar og ég man að hann sagði: „Æ, farðu
nú hægt, þó að það sé tekinn af þér styrkurinn í eitt ár þá kemur hann aft-
ur.“ Og það gerði hann.
Kalda stríðið er nærri í Sprekum á eldinn, til dæmis í „Þjóðlífi" - óttinn
hvílir yfir þjóðunum. „Þögn djúp eins og hengiflug“. Stríðsóttinn býr að
baki kvæðinu en andstæðan er teiknuð með sól og vori þó að fegurð nátt-
úrunnar taki á sig óhugnað óttans.
Hvað finnst þér um gagnrýni?
Hún getur verið mjög uppörvandi ef einhver skrifar um ljóð manns sem
hefur skilning á þeim. Aður fyrr lagði ég miklu meira upp úr gagnrýni en
ég geri nú, ég límdi allt inn í bók sem skrifað var um mig og fór oft í gegn-
um það.
Fannst þér þú hera eitthvað á því?
Nei, maður lærir náttúrlega aldrei neitt! Neikvæð gagnrýni finnst mér
ósköp leiðinleg, eins og viðbrögðin við fyrra bindinu við ævisögu minni.
Ég man ekki eftir uppörvandi dómi satt að segja nema frá Elíasi Mar í
TMM.
Kristmann Guðmundsson segir í Morgunblaðinu um Dymbilvöku:
. bull og kjaftæði verður ekki að list, þótt það sé sett fram í súrrealist-
ísku formi. . . Hann er gáfað skáldefni og getur án efa gert eitthvað betra
en þessa súrrealistísku leirsúpu. Og ekki skal því neitað að Dymbilvaka ber
dálítinn vott um sjerkennilega skáldgáfu og hugarflug. “ Getur svona dóm-
ur fengið skáld til að hætta að yrkja?
Það veltur á skáldinu! En þennan dóm tók ég ekki hátíðlega því ég
21