Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 32
Tímarit Mdls og menningar
þekkti Kristmann og vissi að hann hafði ekki hundsvit á ljóðagerð. Ég er
ekki viss um að honum hafi þótt þetta vondur dómur því hann reynir nú
að benda á að ég hafi hæfileika þrátt fyrir allt. En honum leist ekki á
Dymbilvöku, það er greinilegt. Hann skrifaði líka um Elías Mar sama dag
undir einni fyrirsögn: Tvö vandræðaskáld.
Getur andstyggileg gagnrýni fengið skáld til að hætta að yrkja?
Nei, ég held varla. En ef einhver skrifar mjög illa um skáld sem hefur trú
á þessum ritdómara, heldur jafnvel að hann sé óskeikull, þá getur það haft
mjög sterk áhrif og jafnvel gert skaða. En það ræðst af því hver skrifar eins
og ég sagði og um hvaða skáld. Ég hafði til dæmis engan hug á að halda
áfram eftir fyrsta bindið af ævisögunni vegna þess að vissir menn, til dæmis
Vésteinn Olason, tóku dræmt undir hana.
Fyrir hvað varstu skammaður?
Bókin þótti illa skrifuð . . . Það var ekkert merkilegt í henni virtist vera.
Allur tónninn var þannig að þetta væri einskis virði. Móttökurnar við
seinna bindinu voru hálfvolgar - jú, það þótti skemmtilegt á köflum en af
hverju segir hann ekki meira frá Keflavíkurgöngum og baráttunni gegn
hersetunni, og hvers vegna segir hann ekki meira frá samskiptum ungu
skáldanna, rökræðum þeirra um skáldskapinn í upphafi atómkveðskapar?
Sannleikurinn var sá að við ræddum aldrei atómskáldskap. Við fórum að
yrkja hver í sínu horni, svo að segja, á annan hátt en hafði verið gert áður,
án þess að bollaleggja það. Við vorum engin framúrklíka sem var að reyna
að koma af stað nýjungum. Hver fór að leita á sínu einstigi að sínum skáld-
skaparmálum.
Hvernig fannst þér úttekt Peters Carleton á Dymhilvöku sem hirtist í
Tímaritinu 1979?
Mér finnst úttekt bókmenntafræðinga yfirleitt dálítið undarleg. Mörgum
árum áður hafði ég lesið Göran Palm sem skrifaði líka ítarlega um Dymbil-
vöku í sænskri þýðingu og var mjög hrifinn af bókinni. Hann dregur þá
réttu ályktun að undir lokin sé ég jafn tvíátta og áður, ég hafi ekki fundið
neina lausn á vanda heimsins og innri baráttu. En Carleton verður fyrir
miklum vonbrigðum með að ég skuli ekki standa með vitann í hendinni í
lokin! Það er ósköp gaman að lesa svona því þeir finna sumt, en svo fara
þeir að fílósófera langt út fyrir það sem maður hefur ætlað sér. Manni leið-
ist það.
Finnst þér þú þá eiga Ijóðin þín þó þau séu komin út?
Já. Ljóðin mín hafa selst mjög illa alla tíð svo það er bara í heimi bók-
menntamanna sem þau lifa. Þess vegna finnst mér þau áfram mín eign fyrst
og fremst. Mér finnst ekki búið að taka við þeim.
22