Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 32
Tímarit Mdls og menningar þekkti Kristmann og vissi að hann hafði ekki hundsvit á ljóðagerð. Ég er ekki viss um að honum hafi þótt þetta vondur dómur því hann reynir nú að benda á að ég hafi hæfileika þrátt fyrir allt. En honum leist ekki á Dymbilvöku, það er greinilegt. Hann skrifaði líka um Elías Mar sama dag undir einni fyrirsögn: Tvö vandræðaskáld. Getur andstyggileg gagnrýni fengið skáld til að hætta að yrkja? Nei, ég held varla. En ef einhver skrifar mjög illa um skáld sem hefur trú á þessum ritdómara, heldur jafnvel að hann sé óskeikull, þá getur það haft mjög sterk áhrif og jafnvel gert skaða. En það ræðst af því hver skrifar eins og ég sagði og um hvaða skáld. Ég hafði til dæmis engan hug á að halda áfram eftir fyrsta bindið af ævisögunni vegna þess að vissir menn, til dæmis Vésteinn Olason, tóku dræmt undir hana. Fyrir hvað varstu skammaður? Bókin þótti illa skrifuð . . . Það var ekkert merkilegt í henni virtist vera. Allur tónninn var þannig að þetta væri einskis virði. Móttökurnar við seinna bindinu voru hálfvolgar - jú, það þótti skemmtilegt á köflum en af hverju segir hann ekki meira frá Keflavíkurgöngum og baráttunni gegn hersetunni, og hvers vegna segir hann ekki meira frá samskiptum ungu skáldanna, rökræðum þeirra um skáldskapinn í upphafi atómkveðskapar? Sannleikurinn var sá að við ræddum aldrei atómskáldskap. Við fórum að yrkja hver í sínu horni, svo að segja, á annan hátt en hafði verið gert áður, án þess að bollaleggja það. Við vorum engin framúrklíka sem var að reyna að koma af stað nýjungum. Hver fór að leita á sínu einstigi að sínum skáld- skaparmálum. Hvernig fannst þér úttekt Peters Carleton á Dymhilvöku sem hirtist í Tímaritinu 1979? Mér finnst úttekt bókmenntafræðinga yfirleitt dálítið undarleg. Mörgum árum áður hafði ég lesið Göran Palm sem skrifaði líka ítarlega um Dymbil- vöku í sænskri þýðingu og var mjög hrifinn af bókinni. Hann dregur þá réttu ályktun að undir lokin sé ég jafn tvíátta og áður, ég hafi ekki fundið neina lausn á vanda heimsins og innri baráttu. En Carleton verður fyrir miklum vonbrigðum með að ég skuli ekki standa með vitann í hendinni í lokin! Það er ósköp gaman að lesa svona því þeir finna sumt, en svo fara þeir að fílósófera langt út fyrir það sem maður hefur ætlað sér. Manni leið- ist það. Finnst þér þú þá eiga Ijóðin þín þó þau séu komin út? Já. Ljóðin mín hafa selst mjög illa alla tíð svo það er bara í heimi bók- menntamanna sem þau lifa. Þess vegna finnst mér þau áfram mín eign fyrst og fremst. Mér finnst ekki búið að taka við þeim. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.