Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 33
Hœgt felldi ég heim minn saman“ Prósi versus póesí Langvarandi yfirlega skáldsagnaritunar hentaði honum ekki, segir Elías Mar um þig í ritdómi í Tímaritinu, en lengi hélstu því til streitu að þú vterir skáldsagnahöfundur. Upphaflega ætlaði ég að verða skáldsagnahöfundur, ég hreifst af ákveðn- um skáldsögum, Giæp og refsingu til dæmis og Kiljan náttúrlega og fleiri höfundum. Mig langaði mikið til að semja prósa og var að glíma við það en orti um leið, ósköp hefðbundin ljóð sem fengu slæma dóma hjá kunningj- unum. Svo það hvarflaði eiginlega aldrei að mér að ég væri ljóðskáld. Ekki fyrr en ég yrki Dymbilvöku, ekki fyrr en ég fór að þýða kvæðin sem ég nefndi. Þá kviknaði eitthvert ljós inni í mér sem heldur áfram að loga. Það flökraði að mér þar sem þú lýstir því í tevisögunni þegar þú hentir Dymbilvöku fyrir borð á leið til útlanda að þér hafi þótt ómerkilegra að vera skáld en rithöfundur. Nei, það voru vonbrigði með viðtökur bókarinnar sem ollu því. En eimir ekki eftir af skáldsagnahöfundinum að því leyti að þú yrkir oft löng Ijóð, þú þarft pláss. Eg held að það tengist fremur því að ég hef alltaf verið hrifinn af tónlist og mig langaði að yrkja í symfónískum stíl eins og ég sagði áðan. Þar að auki — og það er kannski af því að ég hef ekki hugsað nógu skarpt - sá ég ekki fyrir mér efni ljóðanna áður en ég byrjaði, þau hefjast af sjálfu sér og svo prjóna ég við eins og ég skrifaði Sigfúsi. Þá er eins og ég eigi efni inni sem fyllir út í formið. Eg man til dæmis þegar ég settist einu sinni undir rjáfrið í Noregi og mig langaði að yrkja kvæði en vissi ekki hvað ég átti að yrkja um. Ur því kom ljóðið „Kopar“ í Jarteiknum, eins konar sjálfsmynd. Dæmigert ljóð að því leyti að ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja fyrr en ég hafði lokið því. „Tími hins skorinorða Ijóðs er kominn“ I frtegu samtali í Birtingi 1958 hvattir þú menn til að sigrast á vantrausti sínu á orðinu. Tími hins skorinorða Ijóðs kom hjá öðrum en þú hélst áfram að vera „einræmslegur föndran' eins og þú kallar þitt fólk. Hvernig líkaði þér við þessa afurð þína, til dæmis hjá Degi Sigurðarsyni? Hann var mjög hressilegur, ég kunni vel við hann. Hann sagði hlutina á skemmtilegan og stundum svolítið brútalan hátt. Ari Jósefsson gaf út eina bók en dó alltof ungur. Þorsteinn frá Hamri fannst mér ekki skorinorður. Svo var ég farinn úr landi og sá lítið af íslenskum ljóðum í aldarfjórðung. En 1958 hafði ég mikla þörf fyrir að þvo hendur mínar af fyrri ljóðum og 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.