Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 36
Tímarit Máls og menningar Þetta er dæmigert fyrir aðferð þína, að taka efni sem þú hefðir getað skrifað reiðilega hlaðagrein um eða lesendabréf og yrkja Ijóð í staðinn, svona sleipt Ijóð . . . Oskiljanlegt fyrir allan almenning! Enda eru greniflétturnar norskar, hér á landi eru sett upp ljós sem ekki mynda net eins og grenið gerir. A Ijóðið „Jarteikn “ einhvern sérstakan sess í bókinni úr því þú notar það í titilf Nei, það held ég ekki, en það er hnitmiðað kvæði. Ég bjó á austurströnd Noregs í einmanlegri byggð þegar ég orti það, umhverfið er þaðan, skógar og vötn. Svo hef ég haft styrjöldina í Víetnam í huga, stórveldin og þeirra spil— „jötna hrikaleik". Óhugnaðurinn kemur fram í óræðum djúpum sem gína og stjörnum sem fljúga nær. Ein fellur þó í huga mér sem tár og gefur til kynna persónulegan trega. I hörðum heimi er gott að geta fundið til. Ég er ánægður með þennan endi. Svo kom Orvamælir. Já, seint og um síðir, ósköp grá með leiðinlegri kápu. En ég er heldur ekki ánægður með ljóðin í bókinni, hún er miklu bragðdaufari en Jarteikn, enda er hún tvískipt. Fyrri hlutinn er ortur næstu tvö ár eftir að ég skilaði handritinu að Jarteiknum sem er óvenjulegt, oft orti ég eitt kvæði strax eft- ir að ég skilaði handriti og svo ekkert í tíu ár þangað til ég komst í gang aft- ur. Þarna orti ég sem sagt nokkur kvæði; nokkrum árum seinna komu ferðakvæðið frá London, Mengun og Farfuglaveiðar í Hollandi. Svo fæ ég styrk og yrki bókina til enda heima á Islandi á tveim mánuðum og Mynd- þraut eftir að ég kem aftur til Noregs. Þess vegna er bókin sundurlausari að stemningum en aðrar bækur mínar. Og það vantar ástríðuna og spennuna í málið í kvæðum seinni hlutans. Lágt muldur þrumunnar finnst mér vera persónulegri en fyrri bækurnar. Hún er heilsteyptari en Örvamælir. Þar var mikið af hálfgildingskvæð- um. Þau eru að vísu líka til í nýju bókinni. En ég er mjög ánægður með fyrsta kvæðið, það þykir mér gott. Um maurana. Það er svo vel byggt, aldrei þessu vant. Þessi nýja bók er nálægari lesanda en Ijóðabækurnar þínar hafa verið. Losuðu minningabækurnar um einhver höft? Það getur nú verið. En svo skynjaði ég líka allt í einu hvað ég var orðinn gamall. Það er viss eftirsjá í bókinni, ekki satt? Það var sennilega kveikjan að því að ég fór að yrkja aftur eftir svona langt hlé. Ég hafði ekki ort kvæði síðan ég sendi frá mér Örvamæli í ársbyrjun 1977 þegar ég byrjaði aftur að yrkja 1986. Fyrsta kvæðið sem ég orti var „A leiðarenda", þú sérð stemn- inguna í því. Þetta er um granna mína í bænum sem við vorum nýflutt til, mjög hefðbundið að ýmsu leyti. En síðasta línan bjargar því: 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.