Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 45
Flýja land - Já Karl Hrollaugs hérna, varst þú ekki að senda mér hótanir útaf einhverjum smápeningum? Eg hef verið útá sjó fyrirgefðu og er eig- inlega að flýta mér . . . Þessar stundir eru peninganna virði. Allrar hýrunnar stundum. Klössun í vændum . . . Klössun í Hamborg. Þessvegna höfðum við helstu kallarnir hald- ist lengi á þessum bæjarútgerðardalli, en ekki vegna peninganna. Klössun í Hamborg er ekki svo lítið ævintýri, sex vikur með átta til fimm á virkum, laga til og skrapa uppí slipp á fastakaupi, kvöld og helgar alveg frí og bjórinn og barirnir og kellingarnar. Allri fýlu við aðgerðarborðið var eytt síðasta hálfa árið ef einhver gólaði: „Eg vild’ég væri kominn útí Hamborg“. „Eg ennþá er með hugann útí Hamborg“, tóku menn þá undir. Allskonar menn. Fræg- ir durtar, fantar, skaphundar, jafnvel þjófar og glæpamenn. „En kjaftaðu bara ekki uppúr svefni. Því enginn okkar syndir vita má.“ Það var fyrir hálfu ári að við fengum að vita þetta. Klössun í Hamborg strákar, sagði stýrimaðurinn. Nú er um að gera að halda plássinu. Klössun? Tekur það ekki tíma? Svona sex vikur. SEXVIKUR! æpti ég. Og mannskapurinn varð stjórnlaus. Baah . . . Mér veitti nú ekki af klössun, sagði bátsmaðurinn þegar hviðun- um linti. Eg lýg því ekki strákar, ég hef ekki komist yfir kellingu svo lengi að ég er kominn með hrúðurkalla. Eg þyrfti rækilega botn- hreinsun. En sænska kellingin, ha Kúddi, annar kokkur á Hallveigu manstu, þegar þú sagðir allt í einu að það læki hjá þér kojan . . . Sænska kellingin? Já hvað hét hún, Gunila, sem var alltaf að fótbrotna . . . Gunila já. Eg gafst nú upp þegar hún hafði tvílærbrotnað svona uppúr þurru. Og við allir hömuðumst við að halda plássinu. Islandsmið eru grá og tilbreytingarlaus í samanburði við tilhugsun um gleðiborgina miklu. Ég segi fyrir mig að manni passar ekkert að fara í svona ferðaskrifstofureisur þarsem maður þekkir kannski engan í hópnum 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.