Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 45
Flýja land
- Já Karl Hrollaugs hérna, varst þú ekki að senda mér hótanir útaf
einhverjum smápeningum? Eg hef verið útá sjó fyrirgefðu og er eig-
inlega að flýta mér . . .
Þessar stundir eru peninganna virði. Allrar hýrunnar stundum.
Klössun í vændum . . .
Klössun í Hamborg. Þessvegna höfðum við helstu kallarnir hald-
ist lengi á þessum bæjarútgerðardalli, en ekki vegna peninganna.
Klössun í Hamborg er ekki svo lítið ævintýri, sex vikur með átta til
fimm á virkum, laga til og skrapa uppí slipp á fastakaupi, kvöld og
helgar alveg frí og bjórinn og barirnir og kellingarnar.
Allri fýlu við aðgerðarborðið var eytt síðasta hálfa árið ef einhver
gólaði: „Eg vild’ég væri kominn útí Hamborg“. „Eg ennþá er með
hugann útí Hamborg“, tóku menn þá undir. Allskonar menn. Fræg-
ir durtar, fantar, skaphundar, jafnvel þjófar og glæpamenn.
„En kjaftaðu bara ekki uppúr svefni. Því enginn okkar syndir vita
má.“
Það var fyrir hálfu ári að við fengum að vita þetta. Klössun í
Hamborg strákar, sagði stýrimaðurinn. Nú er um að gera að halda
plássinu.
Klössun? Tekur það ekki tíma?
Svona sex vikur.
SEXVIKUR! æpti ég. Og mannskapurinn varð stjórnlaus.
Baah . . .
Mér veitti nú ekki af klössun, sagði bátsmaðurinn þegar hviðun-
um linti. Eg lýg því ekki strákar, ég hef ekki komist yfir kellingu svo
lengi að ég er kominn með hrúðurkalla. Eg þyrfti rækilega botn-
hreinsun.
En sænska kellingin, ha Kúddi, annar kokkur á Hallveigu manstu,
þegar þú sagðir allt í einu að það læki hjá þér kojan . . .
Sænska kellingin?
Já hvað hét hún, Gunila, sem var alltaf að fótbrotna . . .
Gunila já. Eg gafst nú upp þegar hún hafði tvílærbrotnað svona
uppúr þurru.
Og við allir hömuðumst við að halda plássinu. Islandsmið eru grá
og tilbreytingarlaus í samanburði við tilhugsun um gleðiborgina
miklu. Ég segi fyrir mig að manni passar ekkert að fara í svona
ferðaskrifstofureisur þarsem maður þekkir kannski engan í hópnum
35