Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 50
Tímarit Máls og menningar detti með belginn á gangstéttarbrún og svona pyttlu í strengnum. Varð mér til lífs þegar ég var að slangra uppá Sjómannaheimili, til að þrauka af nóttina. Gat ekki farið að æða beint til Tróndar svona illi- lega í glasi, sjóðmildur orðinn og órakaður, þótt ég væri náttúrlega með vindlana fyrir hann og karamellugrossið fyrir börnin. Sýnir að ég er ekki alveg úti að hjóla að ég skyldi muna eftir öllu þessu nammi handa börnunum. Það er ekki bara einhver fyllibytta útí bæ sem kemur arkandi með svona veitingar, heldur fjölskyldu- vinur. Jam. Kalli Hrollaugs kooominn, munu dæturnar kannski æpa, með sippuböndin og á pífukjólunum, þegar ég mæti. Ekkert að sýta það. Kominn yfir hafið með flugvélinni, og vindlar handa hús- bóndanum. Svo setjumst við og fáum okkur reyk eftir matinn, við póstmeistarinn, og ég segi alla ferðasöguna . . . Vesen hér á Sjómannaheimilinu. Einhver kalldjöfull með stæla. Segir að ég sé rúsaður. Eg hélt hann meinti að ég væri í einhverju dópi, og ég er nú ekkert alltof hrifinn af því að vera kallaður pillu- æta. Lenti í dálitlum stælum við manninn, en fattaði svo að þetta væri hótelstjórinn, helvíti hraustlegur nagli, grár og samanrekinn, svo ég var nú ljúfur við hann, líka af því ég vildi komast í rólegheit eftir allt þetta helvítis flandur. En hann var með stæla. Þver og fúll. Þóttist ekki skilja mig. Sneri baki þegar ég bað um lykil. En þá kom þessi drengur, hvað hann nú heitir, litli bróðir hans Þorra sem var í Þrótti. Hann hér! Blessaður sagði ég, geturðu ekki reynt að koma vitinu fyrir þennan mann. Meiri djöfuls rok andskotans heppnin að hann skyldi slæðast hérna inn akkúrat í þessu. Reddaði málunum hreinlega. Sagði á þessari fínu færeysku að ég væri sjómaður og sómamaður og allt yrði í fínu með mig. Segðu að ég sé farinn frá Islandi fyrir fullt og allt! hnippti ég í hann. Segðu manninum að ég ætli að gerast Færey- ingur! Veit samt ekki hvort hann kom því öllu til skila. Líklega ekki. Kannski alveg rétt hjá honum. Helvíti skynsamur stráktappi. Bar fyrir mig draslið uppá herbergi, opnaði og fínt fínt og ég rétti hon- um fimmkall einsog pikkoló. Dáldið svona menntaskólamont í hon- um, þóttist oft vera voða lengi að skilja það sem ég var að segja hon- um. Það á að skera hausinn af þessum aumingjum. Fííúdd! Allt orðið klárt, allt ísað, fiskurinn, mannskapurinn voða hress, Hamborg 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.