Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 50
Tímarit Máls og menningar
detti með belginn á gangstéttarbrún og svona pyttlu í strengnum.
Varð mér til lífs þegar ég var að slangra uppá Sjómannaheimili, til að
þrauka af nóttina. Gat ekki farið að æða beint til Tróndar svona illi-
lega í glasi, sjóðmildur orðinn og órakaður, þótt ég væri náttúrlega
með vindlana fyrir hann og karamellugrossið fyrir börnin.
Sýnir að ég er ekki alveg úti að hjóla að ég skyldi muna eftir öllu
þessu nammi handa börnunum. Það er ekki bara einhver fyllibytta
útí bæ sem kemur arkandi með svona veitingar, heldur fjölskyldu-
vinur. Jam. Kalli Hrollaugs kooominn, munu dæturnar kannski
æpa, með sippuböndin og á pífukjólunum, þegar ég mæti. Ekkert að
sýta það. Kominn yfir hafið með flugvélinni, og vindlar handa hús-
bóndanum. Svo setjumst við og fáum okkur reyk eftir matinn, við
póstmeistarinn, og ég segi alla ferðasöguna . . .
Vesen hér á Sjómannaheimilinu. Einhver kalldjöfull með stæla.
Segir að ég sé rúsaður. Eg hélt hann meinti að ég væri í einhverju
dópi, og ég er nú ekkert alltof hrifinn af því að vera kallaður pillu-
æta. Lenti í dálitlum stælum við manninn, en fattaði svo að þetta
væri hótelstjórinn, helvíti hraustlegur nagli, grár og samanrekinn,
svo ég var nú ljúfur við hann, líka af því ég vildi komast í rólegheit
eftir allt þetta helvítis flandur. En hann var með stæla. Þver og fúll.
Þóttist ekki skilja mig. Sneri baki þegar ég bað um lykil. En þá kom
þessi drengur, hvað hann nú heitir, litli bróðir hans Þorra sem var í
Þrótti. Hann hér! Blessaður sagði ég, geturðu ekki reynt að koma
vitinu fyrir þennan mann.
Meiri djöfuls rok andskotans heppnin að hann skyldi slæðast
hérna inn akkúrat í þessu. Reddaði málunum hreinlega. Sagði á
þessari fínu færeysku að ég væri sjómaður og sómamaður og allt
yrði í fínu með mig. Segðu að ég sé farinn frá Islandi fyrir fullt og
allt! hnippti ég í hann. Segðu manninum að ég ætli að gerast Færey-
ingur! Veit samt ekki hvort hann kom því öllu til skila. Líklega ekki.
Kannski alveg rétt hjá honum. Helvíti skynsamur stráktappi. Bar
fyrir mig draslið uppá herbergi, opnaði og fínt fínt og ég rétti hon-
um fimmkall einsog pikkoló. Dáldið svona menntaskólamont í hon-
um, þóttist oft vera voða lengi að skilja það sem ég var að segja hon-
um.
Það á að skera hausinn af þessum aumingjum. Fííúdd! Allt orðið
klárt, allt ísað, fiskurinn, mannskapurinn voða hress, Hamborg
40