Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 57
Páll Skúlason
Sagan og tómið
I grein sinni um markmið sögukennslu segir Gunnar Karlsson undir lokin:
Við höfum engar meginlínur í sögunni eins skýrar og þjóðernisstefna vekj-
andi sögukennslu var, engan jafneinfaldan mælikvarða á hvað skiptir máli að
kenna, ekki jafnauðvelda leið til að skapa spennu og átök og virkja tilfinn-
ingar nemenda. Sennilega verðum við að sætta okkur við að þeir sælu tímar
séu liðnir og komi ekki aftur um okkar daga. I staðinn verður þá að treysta á
náttúrulegan áhuga barna og unglinga á framandi mannlífi og forvitni um
uppruna hlutanna í kringum okkur. Vandi sögukennara og kennslubókahöf-
unda er einungis þeim mun meiri að gera námsefnið aðlaðandi, hlutverkið
þarf ekki að vera vonlaust þess vegna. Auðvitað verðum við samt að velja
kennsluefnið úr ótölulegu magni þess sem hægt væri að reyna að kenna, og
er þá ómaksins vert að finna sér einhvern mælikvarða að miða við.2
Mælikvarðinn sem Gunnar leggur svo til er í anda þjóðernisstefnunnar
gömlu í sögukennslu, því að sögukennsla er líkleg til að heppnast vel „ef
hún fjallar um þá þætti mannlífsins sem eru ofarlega á baugi í samtíðinni“.
Höfuðforsendan er sú „að öll markverð sagnfræði fjalli um fortíð þeirra
viðfangsefna sem við erum að fást við nú og þeirra sem við stöndum
frammi fyrir í framtíðinni“.3 Gunnar nefnir tvö dæmi. Hið fyrra lýtur að
stjórnmálalífi okkar, ef það er notað sem mælikvarði á mikilvægi þjóðfé-
lagsverkefna. Hér sé höfuðverkefnið að verða skipting framleiðslunnar
meðal þegnanna. Síðara dæmið lýtur að stjórnmálum heimsins, misskipt-
ingu auðs í heiminum, átökum ríkra þjóða og snauðra.
Nú langar mig til að koma að þessu efni frá nokkuð annarri hlið en
Gunnar. Hann lítur á málið frá sjónarhóli sögukennarans og fjallar um þau
markmið sem honum ber að hafa í huga með kennslu sinni. Höfuðvandinn
er sá að ná til nemendanna, fá þá til að kynna sér söguna svo að þeir hafi
sem mest gagn og gaman af. Vandinn sem ég vil leiða hugann að tengist
þeirri forsendu sem Gunnar tekur heils hugar undir „að öll markverð sagn-
fræði fjalli um fortíð þeirra viðfangsefna sem við erum að fást við nú og
þeirra sem við stöndum frammi fyrir í framtíðinni“. Hvernig ætlum við að
afmarka þessi viðfangsefni? Gunnar nefnir dæmi úr stjórnmálalífinu, inn-
lendu og erlendu, og ábendingar hans eru vafalaust bæði þarfar og réttmæt-
ar. En ýmislegt annað hlýtur að koma til álita allt eftir því hvað talið er
47