Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 67
Harpa Harpa Sól stað tveir saman og rætt um hvort krækiberjalyng væru nú ekki án efa hæstu tré í heimi, því hærra sáu þeir ekki og svo sögðu þeir ha, og humm, en allt í einu var sá eldri þeirra gripinn og étinn af skógar- þresti sem ekki hafði heyrt að óhapp væri að éta járnsmið og kóngu- lærnar vissu ekki hvert halda skyldi, enginn rataði niður að Rauða- vatni og þessi undarlega lest rambaði öll út að Vesturlandsvegi. Fyrir undarlega tilviljun eru bókstafir járnsmiða og manna næst- um eins, og járnsmiðurinn okkar ungi var ágætlega læs. Hann hét Jacob sem er algengt nafn hjá járnsmiðum. Köngulærnar voru stroknar á tvist og bast þegar járnsmiðurinn sem orðinn var rammvilltur gekk allt í einu fram á stóran og hvítan flöt sem teygði sig út að sjóndeildarhring og glampaði í sólinni. Fyrst hélt hann að þetta væri fótboltavöllur því járnsmiðir spila fót- bolta alveg eins og við. Aldrei hafði hann heyrt að hægt væri að ferðast svona langt án þess að rekast á Rauðavatn. Þegar ég kem heim verð ég að endurmeta allar okkar fyrri hugmyndir hvað vatnið varðar, tautaði hann æstur og setti upp hornspangargleraugu til að sjá betur hvar hann var staddur. Þá tók hann eftir því að hann var að ganga á stórum bókstöfum. Þeir voru allir mun stærri en hann átti að venjast og hann byrjaði að þramma þá þolinmóður upp og niður, leiðinlegir þótti honum stafir eins og „r“ og „i“ en að ganga „o“ þótti honum gríðarlega gaman og hann ætlaði varla að fást út úr slíkum staf þegar hann var á annað borð kominn af stað. Loks var hann búinn að lesa heila síðu upp á þennan máta, þetta var gamalt dagblað sem hann hafði gengið upp á, og hann labbaði út af því og settist undir túnfífil hugsi og beið þess að vindurinn fletti fyrir sig. Og þannig las hann blaðið frá stóru stöfunum í forsíðufréttinni og aftur úr en því skal haldið leyndu hvaða blað þetta var svo að ekkert dagblað geti síðar sagt: Það var fyrir okkar tilstuðlan og atbeina að Jón Sigurðsson forseti járnsmiður kom í höfuðstaðinn og hóf sitt farsæla og sigursæla framboð sem síðar lauk með skelfingu og sturlun. Þegar járnsmiðurinn hafði lesið síðasta stafinn á baksíðunni labb- aði hann niður af blaðinu og settist undir túnfífilinn og stundi hátt og tautaði, ó, ég er svo þreyttur, mér er svo skelfing illt í öllum fót- unum mínum mörgu og smáu, ég vildi það lægi beinn og breiður vegur heim til Harpa Harpa Sól. 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.