Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 67
Harpa Harpa Sól
stað tveir saman og rætt um hvort krækiberjalyng væru nú ekki án
efa hæstu tré í heimi, því hærra sáu þeir ekki og svo sögðu þeir ha,
og humm, en allt í einu var sá eldri þeirra gripinn og étinn af skógar-
þresti sem ekki hafði heyrt að óhapp væri að éta járnsmið og kóngu-
lærnar vissu ekki hvert halda skyldi, enginn rataði niður að Rauða-
vatni og þessi undarlega lest rambaði öll út að Vesturlandsvegi.
Fyrir undarlega tilviljun eru bókstafir járnsmiða og manna næst-
um eins, og járnsmiðurinn okkar ungi var ágætlega læs. Hann hét
Jacob sem er algengt nafn hjá járnsmiðum.
Köngulærnar voru stroknar á tvist og bast þegar járnsmiðurinn
sem orðinn var rammvilltur gekk allt í einu fram á stóran og hvítan
flöt sem teygði sig út að sjóndeildarhring og glampaði í sólinni.
Fyrst hélt hann að þetta væri fótboltavöllur því járnsmiðir spila fót-
bolta alveg eins og við. Aldrei hafði hann heyrt að hægt væri að
ferðast svona langt án þess að rekast á Rauðavatn. Þegar ég kem
heim verð ég að endurmeta allar okkar fyrri hugmyndir hvað vatnið
varðar, tautaði hann æstur og setti upp hornspangargleraugu til að
sjá betur hvar hann var staddur.
Þá tók hann eftir því að hann var að ganga á stórum bókstöfum.
Þeir voru allir mun stærri en hann átti að venjast og hann byrjaði að
þramma þá þolinmóður upp og niður, leiðinlegir þótti honum stafir
eins og „r“ og „i“ en að ganga „o“ þótti honum gríðarlega gaman og
hann ætlaði varla að fást út úr slíkum staf þegar hann var á annað
borð kominn af stað. Loks var hann búinn að lesa heila síðu upp á
þennan máta, þetta var gamalt dagblað sem hann hafði gengið upp á,
og hann labbaði út af því og settist undir túnfífil hugsi og beið þess
að vindurinn fletti fyrir sig.
Og þannig las hann blaðið frá stóru stöfunum í forsíðufréttinni og
aftur úr en því skal haldið leyndu hvaða blað þetta var svo að ekkert
dagblað geti síðar sagt: Það var fyrir okkar tilstuðlan og atbeina að
Jón Sigurðsson forseti járnsmiður kom í höfuðstaðinn og hóf sitt
farsæla og sigursæla framboð sem síðar lauk með skelfingu og sturlun.
Þegar járnsmiðurinn hafði lesið síðasta stafinn á baksíðunni labb-
aði hann niður af blaðinu og settist undir túnfífilinn og stundi hátt
og tautaði, ó, ég er svo þreyttur, mér er svo skelfing illt í öllum fót-
unum mínum mörgu og smáu, ég vildi það lægi beinn og breiður
vegur heim til Harpa Harpa Sól.
57