Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 73
Harpa Harpa Sól
una sína og börnin sín sex. Það var sagt frá því erlendis í stórblöðum
að almúgamaður hefði verið kosinn til embættis forseta á Islandi.
Orðrétt var sagt: Mr. Sigurdson who bears a remarkable resem-
blence to an earlier president was formerly a smith.
Það sem eftir lifði sumars sat Jón Sigurðsson járnsmiður uppi um
nætur í bókhlöðunni á Bessastöðum við að setja saman ræðuna sem
hann ætlaði að halda þegar þing yrði sett, og hann vann líka að
flóknum uppdráttum. En það er aðeins vegna þessarar ræðu sem
hefur svo vandlega verið haldið leyndri fyrir almúga fólks að við
hófum þessa frásögn.
Þing var sett í blíðskaparveðri um haustið og Jón Sigurðsson sat á
fremsta bekk í Dómkirkjunni, hann sneri sér við undir ræðu biskups
og sagði svo hátt, að heyra mátti um alla kirkjuna: Mín ræða er betri!
Þar næst var gengið til setningar Alþingis og Jón Sigurðsson sté í
ræðustól. Hann rýndi yfir þingheim, enn hafði nærsýnin ekki skán-
að, hann leit frá andliti til andlitis, góðvildin uppmáluð, það var
engu líkara en tíminn hefði hverfst um sjálfan sig og upp væri á ný
runnin sú öld er bjarma Islands bar hvað hæst, það er sagt að einn
vesalings háttvirtur þingmaður utan af landi hafi ekki getað stillt sig
og staðið á fætur og hrópað í hrifningarham: Þú ert sómi Islands,
sverð þess og skjöldur.
Þá hóf Jón Sigurðsson járnsmiður mál sitt. Kæru vinir, hann
strauk yfir hárið sitt hvíta. - Kæru vinir, ég heiti réttu nafni Jacob
og er járnsmiður. Eg kom í mannheima frá Harpa Harpa Sól sem er
höfuðborg okkar járnsmiðanna og er að finna í gömlum þvottabala.
Eg er hámenntaður sérfræðingur í Rauðavatni. Eg ákvað að verða
forseti ykkar en síðar ætla ég að verða forseti yfir allri jörðinni og
laga smátt og smátt allt sem miður fer. Næst er ég til dæmis að
hugsa um að biðja fífilinn að breyta mér í Abraham Lincoln og þá
ætla ég til Ameríku. En það er ekki hægt að byrja á neinu máli nema
byrja þar sem byrjunin er, það vissi ég best þegar ég villtist frá
Harpa Harpa Sól, mér varð svo illt í öllum fótunum mínum smáu,
þó þeir séu snöggtum færri en á margfætlu og séu bara tveir þessa
stundina. Og nú vil ég leggja til . . . [Þegar hér var komið var hann í
svo miklum hugaræsingi að hann missti stjórn á röddinni og talaði
með 78 snúninga hraða] að áður en við hefjumst handa við að gera
63