Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 75
Pascal Quignard
Wurtembergsalurinn
Eftirfarandi kafli er tekinn úr einni vinsælustu skáldsögu Pascal Quignard,
Wurtembergsalnum, sem kom út árið 1986. Charles Chenogne, aldurhniginn
heimsþekktur sellóleikari, hefur sest að á ættarsetrinu í Bergheim í Wurtem-
berghéraði í Þýskalandi. Hann er að rifja upp ævihlaup sitt og hér segir af því
hvernig hann kynntist þeim manni sem átti eftir að verða hans besti vinur til
dauðadags.
Ég kynntist Florent Seinecé í marsmánuði 1963, í aðalbækistöðvum
fyrstu herdeildarinnar. A því tímabili var ég bílstjóri yfirmanns
póstþjónustunnar innan hersins. Tannlæknirinn var þá nýbúinn að
rífa úr mér jaxl. Jaxl úr neðri kjálka, vinstra megin. Enn þann dag í
dag er ég með skarð í tanngarðinn, þar sem ég get smeygt tungu-
broddinum. Enda veittist mér létt að skrifa þessa blaðsíðu; ég þarf
aðeins að renna tungunni í skarðið og minningarnar spretta fram
ljóslifandi, ásamt vissunni um það að geta ekki bitið. Ég hafði farið
og lagst útaf í litlu biðstofunni framan við rakarastofuna í höfuð-
stöðvunum, fullviss um það að þar fengi ég frið til að jafna mig.
Bernharð, einn rakaranna, hafði sagt mér að hann hefði hönd
mannsins sem gaf út leyfin í vasanum, eins og hann orðaði það svo
smekklega, og ég þóttist vera vinur hans af öllu hjarta. Ég lá dott-
andi á brúnum legubekk.
Hermaður kom inn, lagði húfu sína á borð og stóð í miðri bið-
stofunni, kraup niður, leysti skóþveng sinn, stóð upp aftur, tók
hnefafylli af beiskum brjóstsykri og hollenskum Hopjes upp úr vasa
sínum. Hann settist á járnkoll og fór að raða þessu allavega upp á
borðinu, í þríhyrning, rétthyrning, loks í arabískan ferhyrning.
Hann hafði ekki tekið eftir mér. Og ég var lítt upplagður til skrafs.
Eg lá endilangur á legubekknum og hélt vasaklút um munninn.
„Krikk, krakk, krokk,“ sagði hann og það glumdi í samhljóðun-
um. „Rí-gó-lá, rí-gó-ló.“
Þvínæst tók hann hvítan pappírinn utan af einu hollensku Hopjes,
TMM v
65