Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 75
Pascal Quignard Wurtembergsalurinn Eftirfarandi kafli er tekinn úr einni vinsælustu skáldsögu Pascal Quignard, Wurtembergsalnum, sem kom út árið 1986. Charles Chenogne, aldurhniginn heimsþekktur sellóleikari, hefur sest að á ættarsetrinu í Bergheim í Wurtem- berghéraði í Þýskalandi. Hann er að rifja upp ævihlaup sitt og hér segir af því hvernig hann kynntist þeim manni sem átti eftir að verða hans besti vinur til dauðadags. Ég kynntist Florent Seinecé í marsmánuði 1963, í aðalbækistöðvum fyrstu herdeildarinnar. A því tímabili var ég bílstjóri yfirmanns póstþjónustunnar innan hersins. Tannlæknirinn var þá nýbúinn að rífa úr mér jaxl. Jaxl úr neðri kjálka, vinstra megin. Enn þann dag í dag er ég með skarð í tanngarðinn, þar sem ég get smeygt tungu- broddinum. Enda veittist mér létt að skrifa þessa blaðsíðu; ég þarf aðeins að renna tungunni í skarðið og minningarnar spretta fram ljóslifandi, ásamt vissunni um það að geta ekki bitið. Ég hafði farið og lagst útaf í litlu biðstofunni framan við rakarastofuna í höfuð- stöðvunum, fullviss um það að þar fengi ég frið til að jafna mig. Bernharð, einn rakaranna, hafði sagt mér að hann hefði hönd mannsins sem gaf út leyfin í vasanum, eins og hann orðaði það svo smekklega, og ég þóttist vera vinur hans af öllu hjarta. Ég lá dott- andi á brúnum legubekk. Hermaður kom inn, lagði húfu sína á borð og stóð í miðri bið- stofunni, kraup niður, leysti skóþveng sinn, stóð upp aftur, tók hnefafylli af beiskum brjóstsykri og hollenskum Hopjes upp úr vasa sínum. Hann settist á járnkoll og fór að raða þessu allavega upp á borðinu, í þríhyrning, rétthyrning, loks í arabískan ferhyrning. Hann hafði ekki tekið eftir mér. Og ég var lítt upplagður til skrafs. Eg lá endilangur á legubekknum og hélt vasaklút um munninn. „Krikk, krakk, krokk,“ sagði hann og það glumdi í samhljóðun- um. „Rí-gó-lá, rí-gó-ló.“ Þvínæst tók hann hvítan pappírinn utan af einu hollensku Hopjes, TMM v 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.