Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 79
Wu rtembergsalu rinn Raunar var ég það líka. Upp úr vasa sínum tók hann pakka af síga- rettum sem herinn úthlutaði - blár og krumpaður pappír, hálf upp- litaður, sem af lagði ramma lykt og yndislega í minningunni - satt að segja einungis í minningunni - og rak hann upp í nefið á mér. I þessum langa, klaufalega og rómantíska líkama bjó líka klunni sem Seinecé náði aldrei fullkomlega valdi yfir. Eg stóð á fætur. Mér tókst að ná í eina Gauloise sígarettu. Ég kveikti í henni, en kastaði henni samstundis frá mér, því reykurinn blandaðist blóðinu í munninum á mér og varð hroðalega bragð- vondur. Eg tók eftir því að hann batt þrefalda slaufu á skóna sína þegar hann reimaði þá (Seinecé átti í miklum vandræðum, yfirleitt óleysanlegum, með reimar, bindi og belti). Hann tók húfuna af borðinu, setti hana kyrfilega á sig og dró hana lítillega niður að hægri augabrún. Hann spurði mig í hvaða svefnskála ég væri. Ég sagði honum að mér hefði verið leyft að fá mér herbergi úti í bæ, svo ég gæti notað vaktafríin til að æfa mig á sellóið í bakgarðinum við bakaríið. „Eg er sælkeri," sagði ég græðgislega. „Hafðu engar áhyggjur, ég líka,“ sagði hann eins og maður sem ætlar að hughreysta félaga sinn. Þvínæst endurtók hann, eins og um djúpa speki væri að ræða: „Eg er sælkeri," og hann varð frómur, hérumbil vaxkenndur á svipinn þegar hann sagði þessi orð. Hann hafði sjálfur, útskýrði hann, leigt sér stóran og mikinn sal hjá sjötíu og sjö ára gamalli piparkerlingu, á fyrstu hæð í stóru einbýlishúsi við skógarjaðarinn. „Ég verð að kynna þig fyrir fröken Aubier,“ sagði hann. „Hún syngur lög sem móðir hennar söng.“ Hann gekk að legubekknum sem ég hafði sest aftur á. Hann tók í hönd mína. Hann þrýsti hana lengi. „Loksins siðmenntaður maður,“ sagði Seinecé. „Enda vantar í hann tönn,“ svaraði ég. 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.