Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 80
Friðrik Rafnsson
Minning um lífshljóm
- viðtal við Pascal Quignard
Franski rithöfundurinn Pascal Quignard vakti fyrst verulega athygli
bókmenntaunnenda í heimalandi sínu er hann sendi frá sér skáldsöguna
Wurtembergsalinn (Le salon du Wurtemberg) haustið 1986. Hann var þó
fráleitt að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum þegar Wurtembergsalurinn
kom út. Tæplega fertugur að aldri var hann búinn að skrifa á þriðja tug
bóka: skáldsögur, ritgerðir og hugleiðingar ýmiskonar. Það nýjasta frá
hans hendi er Tónlistartíminn (La legon de musique. Utg. í París 1987),
hugleiðing um franska tónskáldið Marin Marais. Bók þessi er athyglisvert
framlag til frjórrar umræðu um samband tóna og texta sem farið hefur fram
í Frakklandi á undanförnum misserum. Quignard er ekki mikill fjölmiðla-
maður og vægast sagt lítið fyrir viðtöl gefinn. Ritara þessara lína tókst þó
að ná tali af honum, enda því lofað að hann fengi að lesa viðtalið í frönsk-
um búningi áður en það yrði birt. Viðtalið var því tekið á skrifstofu hans
hjá Gallimardforlaginu í París (hann starfar þar að hluta sem bókmennta-
ráðgjafi). Síðan var það unnið upp á frönsku, borið undir Quignard svo að
hann gæti strikað út eða bætt við og þvínæst þýtt til birtingar í TMM.
Bækur Pascal Quignard eru ekki fáanlegar á öðrum málum en frönsku enn
sem komið er, en nú er verið að þýða Wurtembergsalinn á ensku og verður
skáldsagan gefin út hjá Weidenfeldforlaginu í New York á næsta ári.
Friðrik Rafnsson: Eg legg til að við hefjum þetta spjall á hefðbundinn
hátt með eilitlum upplýsingum um ætt þína og uppruna. Hvernig líst þér á
það?
Pascal Quignard: Dável. Ég er fæddur þann 23. apríl 1948 í smábænum
Verneuil-sur-Avre í Normandihéraði. Móðir mín var af ætt franskra mál-
fræðinga, en faðir minn var kominn af miklu tónlistarfólki í Bæjaralandi.
Sjálfur fæst ég bæði við að skrifa bækur og leika tónlist og því má segja að
ég hafi leitast við að hnupla sínu litlu af hvurju í hvorri fjölskyldu. Eg ver
öllum mínum tíma í að gera það þrennt sem ég nýt hvað mest í þessu lífi:
lesa bækur og skrifa, og leika góða tónlist.
F.R.: A hvaða hljóðfæri leikur þú?
P.Q.: Þegar ég var barn, lék ég á fiðlu og píanó. Seinna fór ég að leika á
70