Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 96
Italo Calvino
Litleysið
Áður en Jörðin myndaði andrúmsloftið og höfin hlýtur hún að hafa
litið út eins og grár bolti sem hringsnerist í geimnum. Eins og Mán-
inn í dag; þar sem Sólin varpar útfjólubláum geislum sínum óhindr-
að og allir litir eyðast, þess vegna eru klettarnir á yfirborði Mánans
ekki í litum eins og á Jörðinni heldur allir í sama dauða grámanum.
Það er andrúmsloftinu sem síar burtu banvænt ljósið að þakka að
ásýnd Jarðarinnar skuli vera marglit.
Frekar einhæft, - staðfesti Qfwfq, - en allavega kyrrlátt. Ég gat farið
mílu eftir mílu á fullum hraða, eins og maður getur þar sem ekkert
loft er, og allt sem ég sá var grátt á gráu. Engar skarpar andstæður:
það eina sem var virkilega hvítt hvítt var miðja Sólarinnar og maður
gat ekki einu sinni litið í áttina að henni; og hvað virkilega svart
svart varðar þá var ekki einu sinni náttmyrkur því hver einasta
stjarna var alltaf greinileg. Sjóndeildarhringir opnuðust mér óhindr-
að með klettabeltum sem voru rétt að rísa, grá fjöll á gráu undir-
lendi; og þótt ég færi yfir heimsálfu eftir heimsálfu kom ég aldrei að
ströndum því höfin og vötnin og fljótin lágu ennþá út um allt neð-
anjarðar.
I þá daga hitti maður varla sálu: við vorum svo fá! Maður gat ekki
beðið um mikið meira en að lifa útfjólubláu geislunina af. Það var
aðallega skorturinn á andrúmslofti sem hafði ýmislegt í för með sér,
til dæmis loftsteinana: þeir féllu eins og haglél úr öllum áttum
geimsins, því þá höfðum við ekki heiðloftin eins og í dag þar sem
þeir lenda eins og á þaki og verða að engu. Svo var það þögnin: það
þýddi ekkert að öskra! Án lofts sem bar hljóðbylgjur vorum við öll
daufdumb. Hitastigið? Það var ekkert sem dró úr hita Sólarinnar:
þegar nótt skall á varð svo kalt að maður fraus fastur. Sem betur fer
barst varmi neðan úr jarðskorpunni þar sem bráðin steinefni þjöpp-
uðust saman í iðrum Jarðarinnar. Næturnar voru stuttar (eins og
86