Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 97
Litleysið dagarnir: Jörðin snerist hraðar); ég hjúfraði mig sofandi að heitum steini; þurr kuldinn allt í kring var notalegur. Með öðrum orðum, hvað veðurfarið snerti, ef satt skal segja, var ég ekki svo illa haldinn. Meðal þeirra óteljandi lífsnauðsynlegu hluta sem við urðum að vera án, var litleysið - eins og þið getið ímyndað ykkur - minnsta málið; þó við hefðum vitað að litir væru til, hefði okkur fundist þeir óviðeigandi munaður. Einu óþægindin sem fylgdu því var álagið á augun þegar maður var að leita að einhverju eða einhverjum, þar sem allt var jafn litlaust var ekkert form glögglega greint frá því sem var fyrir aftan það eða kringum það. Maður áttaði sig varla á hlutum á hreyfingu: rúllandi broti úr loftsteini, kræklóttri jarðsprungu sem opnaðist, eða gjalli sem þeyttist upp úr eldfjalli. Dag nokkurn var ég á hlaupum gegnum eins konar hringleikahús úr götóttum svampkenndum klettum; sundurgröfnum af bogum, handan þeirra voru aðrir bogar sem opnuðust að hæðóttu landsvæði þar sem litleysið var slegið greinilegum íhvolfum skuggum. Og á milli litlausra súlnaboganna sá ég eins konar litlausa blossa á iéttum spretti, þeir hurfu og birtust aftur lengra í burtu: tvær sléttar glóðir sem kviknuðu og hurfu skyndilega; ég hafði enn ekki áttað mig á því hvað þær voru, en ég var þegar orðinn ástfanginn og á hlaupum í leit að augum Ayl. Ég fór inn á sendna auðn: ég hélt áfram, sökkvandi í sandöldur sem litu aldrei eins út en voru samt alltaf svo líkar. Eftir því frá hvaða sjónarhorni var horft virtust brúnir sandhæðanna útlínur liggjandi líkama. Það mátti næstum greina handlegg sem var lagður yfir viðkvæm brjóst, með lófann opinn undir hvílandi vanga; lengra í burtu birtist ungur fótur með granna stórutá. Ég staðnæmdist til að virða fyrir mér möguleika líkinganna og heil mínúta leið áður en ég uppgötvaði að ég hafði ekki sandöldu fyrir augunum heldur það sem ég leitaði að. Hún lá litlaus, yfirbuguð af svefni, á litlausum sandinum. Ég sett- ist skammt frá. A þessum tíma - eins og ég veit í dag - var liðið að lokum útfjólubláa tímabilsins á reikistjörnunni okkar; lífsmáti sem var að kveðja skartaði því fegursta sem hann átti. Ayl opnaði augun. Hún sá mig. Ég held að í fyrstu hafi hún ekki greint mig - eins og ég hana - frá öðru í þessum sendna heimi; svo virtist hún finna í mér aftur óþekktu nálægðina sem hafði elt hana, 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.