Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 98
Tímarit Máls og menningar
og hún varð hrædd. Að lokum skildi hún að við vorum af sama efni
og í augnaráðinu sem hún sendi mér var feimnislegur, brosmildur,
fjörfiskur sem ég kveinkaði mér undan í hljóði af hamingju.
Eg hóf samræður, á táknmáli. „Sandur. Ekki-sandur,“ sagði ég,
og benti fyrst á umhverfið, svo á okkur.
Hún kinkaði kolli, hún skildi það.
„Steinn. Ekki-steinn,“ sagði ég, til að halda mig við sömu rök-
semdafærsluna. A þessu skeiði höfðum við ekki yfir mörgum hug-
tökum að ráða: að gefa í skyn hvað við tvö vorum, til dæmis, hvað
við ættum sameiginlegt og hvað skildi okkur að, var ekki lítið mál.
„Eg. Þú-ekki-ég.“ Reyndi ég að útskýra með hreyfingum.
Hún ókyrrðist.
„Já. Þú-eins og-ég, en ekki alveg,“ leiðrétti ég mig.
Hún róaðist aðeins, en var enn tortryggin.
„Eg, þú, hlaupa hlaupa,“ reyndi ég að segja.
Hún sprakk af hlátri og hljóp af stað.
Við hlupum eftir börmum eldfjallanna. I gráma hádegisins blönd-
uðust fjúkandi lokkar Ayl eldtungunum, sem risu úr gígunum, í
daufum samtaka vængjaslætti.
„Eldur. Hár,“ sagði ég við hana. „Eldur sama og hár.“
Hún virtist samþykk því.
„Ekki fallegt?“ Spurði ég.
„Fallegt," svaraði hún.
Sól var farin að sökkva í hvítt sólsetur. Geislarnir féllu láréttir á
matt klettabelti og létu nokkra klettanna ljóma.
„Steinarnir þarna ekki eins. Fallegt, ha?“ Sagði ég.
„Nei,“ svaraði hún og leit undan.
„Steinarnir þarna, fallegt, ha?“ Aréttaði ég og benti á ljómandi
gráa klettana.
„Nei.“ Hún vildi ekki líta á þá.
„Handa þér, ég, steinarnir þarna!“
„Nei. Steinarnir hérna!“ Svaraði Ayl og tók handfylli af möttum
steinum. En ég var hlaupinn.
Eg kom til baka með glansandi steina sem ég hafði safnað, en ég
varð að neyða hana til að taka við þeim.
„Fallegt!“ sagði ég sannfærandi.
88