Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 100
Tímarit Máls og menningar
„Þetta handa þér. Frá mér þetta handa þér, já, já, fallegt!“
Um leið sneri ég mér við, ákafur að sjá hvernig Ayl myndi örugg-
lega skína á nýjan hátt í þessari almennu umbreytingu; en ég sá hana
ekki: það var eins og hún hefði fundið leið til að fela sig, til að laum-
ast í burtu eftir sprungunum í mósaikinu þegar litlaust yfirborðið
splundraðist skyndilega.
„Ayl! Vertu ekki hrædd, Ayl! Sýndu þig og sjáðu!“
En bogi loftsteinsins hafði fjarlægst Sólina, og Jörðin var hertekin
af varanlegum grámanum á ný, jafnvel grárri en áður, fyrir blinduð-
um augum mínum, og ógreinilegri, og mattari, og á henni var engin
Ayl.
Hún var í alvöru horfin. Eg leitaði hennar langa titrandi daga og
nætur. A þessu skeiði prófaði Jörðin sig áfram með formin sem hún
tók á sig seinna: hún prófaði þau með þeim efnum sem voru tiltæk,
þó þau væru ekki alveg þau hentugustu, því ljóst var að tilraunirnar
voru ekki endanlegar. Tré úr reyklitu hrauni teygðu úr kræklóttum
greinum sem báru blöð úr þunnu flögubergi. Fiðrildi úr ösku flögr-
uðu yfir leirmóum, svifu yfir baldursbrám úr möttum krystal. Ayl
gat verið litlaus skuggi sem sveiflaðist af grein í litlausum skóginum
eða beygði sig eftir gráum sveppum undir gráum runnum. Hundrað
sinnum fannst mér ég glitta í hana og hundrað sinnum fannst mér ég
týna henni aftur. Eg flutti mig af öræfunum á byggðu svæðin. Um
þær mundir unnu ókunnir smiðir, sem skynjuðu hvaða breytingar
voru í vændum, að mótun ófullburða útgáfu af fjarlægri, mögulegri
framtíð. Eg fór hjá stórborgum hlöðnum úr grjóti; ég fór gegnum
fjall sem var sundurstungið af göngum eins og bústaður einsetu-
manns; ég kom að höfn sem lá út í leðjuhaf; ég kom að garði þar
sem einsteinungar risu til himins upp úr sandinum.
Grátt bergið í einsteinungunum var þakið munstri úr ógreini-
legum gráum æðum. Eg staðnæmdist. I miðjum garðinum var Ayl
að leik með vinkonum sínum. Þær köstuðu bolta úr kvarsi upp í loft
og gripu. Einhver kastaði honum of fast, boltinn lenti í seilingar-
fjarlægð frá mér og ég greip hann. Þær dreifðu sér til að leita að
honum; þegar ég sá Ayl eina, kastaði ég boltanum upp í loft og
greip aftur. Ayl hljóp þangað: í felum kastaði ég kvarsboltanum og
dró Ayl lengra og lengra í burtu. Að lokum steig ég fram; hún
90