Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 105
Rosa Chacel Hnúturinn óleysanlegi Áróra stökk yfir garðvegginn þar sem steinarnir höfðu hrunið úr, eins og þegar hún var lítil telpa. Geitin slapp stundum þarna út og þá sögðu þau alltaf: „Það þarf að hlaða þarna grjóti“ - en það gerðu þau aldrei. Það var eins og þau hefðu þetta svona til þess að hún kæmist þarna út: svo að geitin geti sloppið þarf hún op til að komast út um. Þannig liðu árin án þess að gömlu hjónin og barnabörnin hlæðu grjóti í skarðið. . . Allt þetta flaug um huga hennar um leið og hún stökk yfir vegginn, það var alltaf þetta sama, aftur og aftur, endalaust, og samstundis fæddist hugsunin í höfði hennar, óhaggan- leg og ótrúleg: „þetta er í síðasta sinn sem ég stekk hér yfir!“ Á stígnum var þokan svo þykk að dagskíman varð ekki greind. Andartaksstund stóð hún þarna ein með sjálfri sér, nægilega lengi til að hugsa: Nú er ég búin að því. Og í sömu andrá varð til önnur hugsun sem vék hinni á brott, svo heiftúðug að hún bar kvíðann of- urliði: „Eg skal gera það! Eg skal gera það!“ Það var vegna þokunn- ar sem hún fann til þessarar áköfu einsemdar, eða ef til vill vegna þess að hún stóð andspænis sinni eigin ákvörðun, svo var hún ekki lengur einsömul. Artúr hafði beðið hennar rétt hjá og þegar hann heyrði steinvölurnar hrynja við stökkið, sem lækkaði grjótvegginn enn meir, kom hann og greip fast um handlegg hennar. Þau föðm- uðust ekki, þrýstu sér einungis snöggt hvort að öðru og hlupu af stað. Þau hlupu niður stíginn án þess að veita neinu eftirtekt nema steinunum, skínandi af úðanum sem var næstum því regn; en svo örsmáir voru droparnir að þeir bárust upp í munninn þegar þau önduðu að sér. Þau hlupu áfram þögul uns þorpið var langt að baki og þá fyrst námu þau staðar til að ná andanum. En aðeins skamma stund, nærri því samstundis tóku þau aftur til fótanna því það sem þau höfðu í hyggju leyfði hvorki hugarró né hvíld. Þau hlupu með- fram læknum sem liðaðist þarna á milli trjánna og þeim veittist létt- 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.