Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 106
Tímarit Máls og menningar ara að hlaupa niður hallann. Þegar þau komu niður að árbakkanum hafði þokunni létt af ánni og grænn litur kastaníutrjánna lifnaði í birtunni. Þau fóru alveg fram á ystu brún. A þessum stað var áin breið og skildi eftir sig rönd af svörtum sandi. Allt yfirborð fljótsins var litað af sótfallinu frá námunum og það glampaði á ógnarlega svart vatnið. Þeim hafði legið svo óskaplega á að það var ekki fyrr en þarna sem þau staðnæmdust; en þetta var ekki staðurinn sem þau leituðu. Þau urðu því að ganga meðfram ánni og stökkva yfir limgerðin milli engjanna. Þarna var bugða á ánni og vegna þess hve þokan var þétt höfðu þau lent á vegslóða sem neyddi þau nú til að fara yfir hæð eina og gegnum skóg, fullan af burknum. Þau hikuðu: ef þau sveigðu hjá hæðinni áttu þau á hættu að rekast á fólk á leið til vinnu, en færu þau gegnum skóginn myndi mæta þeim þessi lykt og svo myndu þau sjá brotna stönglana sem varðveittu ummerkin eftir lík- ama þeirra. Þau fóru gegnum skóginn en ekki of langt inn í hann. Þau reyndu að leynast í kjarrinu og forðuðust að líta í áttina að þykkninu, svara kalli þessa mosagræna litar, heldur horfðu alltaf til hliðar þangað sem aflíðandi hæðin lá niður að húsaþyrpingunni og veginum. Hús námuverkamannanna komu í ljós, hrörleg á að líta. Auðvitað vissu þau sem fyrr að húsin voru hrörleg en á þessari stundu þegar ljósið skein svo skært á döggvot þökin og reykurinn var farinn að liðast upp um skorsteinana mátti finna í því öllu fegurð sem var bæði mjúk og værðarleg. Artúr hélt um handlegginn á henni og togaði hana í átt að skógar- þykkninu. Aróra hristi höfuðið, þau vildu ekki horfa hvort á annað. Að lokum sagði Artúr: „Hvers vegna ekki?“ Og honum tókst að láta rödd sína hljóma í senn sannfærandi og ákveðna. Hann sagði: „Hvers vegna ekki?“ - það var allt og sumt - en það merkti líka: „Það breytir engu.“ Hann lét svo óumræðilega margt í ljósi, bara með því að segja: „Hvers vegna ekki?“ Og Áróra lét undan vegna þess að hún átti ekkert svar. Auk þess togaði hann hana með sér og hraðaði sér með hana inn á milli burknanna. Bæði tvö fundu vel að sannfæringin sem hafði knúið þau áfram skömmu áður var gufuð upp en þau treystu því að hún myndi fæð- ast aftur. Þau voru þögul eins og þau byggjust við að heyra hana 96
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.