Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 112
Tímarit Máls og menningar
Þetta afl sem fleytti henni áfram var sprottið af svo mikilli hug-
dirfsku að Aróru fannst það hlyti að vera óþrjótandi í ásetningi sín-
um að bjarga henni. Og því þótti henni eins og hún væri þyngdar-
laus, límd við líkamann sem barðist við að halda henni á floti. Hún
vildi líka geta treyst á það, vildi ákaft geta byggt von sína á ein-
hverju. Og þessi löngun yfirskyggði alla hugsun hennar og vilja og
hún skerpti alla sína skynjun til að þrauka og missa ekki þetta hald-
reipi en koma til móts við kvalræði sitt, venja taugarnar við hættuna.
Hún hugsaði um ekkert annað, ofurliði borin af sinni eigin áreynslu
eins og skerandi óp, sem ærði hana sjálfa hefði sloppið úr hálsi
hennar.
Þótt þau hefðu aðeins borist áfram stuttan spöl var eins og þau
hefðu lagt að baki allan heiminn í straumi fljótsins. Artúr hafði ætl-
að að fara þvert yfir vatnið og ná bakkanum en það varð honum um
megn. Með því að beita öllum sínum kröftum tókst honum einungis
að hindra að vatnið gleypti þau og máttur hans fór þverrandi, hann
barðist við að ná andanum og gat ekki haft höfuðið lengur í kafi. Og
þegar hann í örvæntingu sinni lyfti sér upp yfir vatnsflötinn fór lík-
ami Aróru á kaf og þau breyttu um stöðu svo að hann sem áður
hafði veitt stuðning hvíldi nú ofan á henni. En Aróra hafði ekki þrek
til að styðja við hann, hún hefði ekki einu sinni getað haldið sjálfri
sér uppi í vatninu og auk þess kom nú skyndilega yfir hana vanmátt-
ur, óþolandi ístöðuleysi sem var eins og brotalöm á tiltrú hennar og
svipti hana ráði og rænu. Hún bar ekki lengur við að ná aftur sinni
fyrri stöðu heldur þreif í Artúr af heift, krækti fótum sínum utan
um fætur hans og hengdi sig um háls honum, staðráðin í að sleppa
ekki meðan henni entist þrek. Hún hélt honum þannig blýföstum
eins og í gripörmum. Líkamar þeirra sukku hratt niður í djúpið,
sviptir léttleika sínum, en vatnið luktist yfir höfðum þeirra. Artúr
sem enn vildi freista þess að ná yfirborðinu sveiflaði handleggjunum
en árangurslaust: líkami Aróru sem vafðist utan um hann íþyngdi
honum svo hann fékk ekki að gert. Og er hann fann þunga hennar
hefta sig og draga niður í vatnið reyndi hann í stjórnlausu æði að
losna undan honum. Hann hélt að með því að losa handleggi Aróru
af hálsi sér og fætur hennar af sínum myndi hann ná valdi yfir lim-
um sínum að nýju. Og hann boraði fingrunum í handleggi Aróru og
102