Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 113
Hnúturinn óleysanlegi læri sem héldu honum niðri og tókst að rífa sig lausan; hann næstum sleit þau af henni. En þá var enn eftir hið óvinnandi band, snærið sem batt saman mitti þeirra. Hnúturinn gaf sig ekki og neglurnar, meyrar af vatninu, unnu ekki á fastknýttu bandinu. Það var svo mjótt að það virtist vera hægt að slíta það í sundur. Og í æði sínu spyrnti Artúr í líkama Aróru, keyrði hnefana í brjóst hennar og bar líka fyrir sig knén til að bandið slitnaði. En í því lentu þau í röst þar sem þau sukku ekki niður í vatnið heldur byltust í freyðandi iðu- köstum frá einni steinnibbunni á aðra; lyftust upp úr andartak en voru svo hrifin á ný ofan í svelginn. A þessum augnablikum er þau lyftust á grjótinu og sturluð augu þeirra leituðu að áþreifanlegri von um björgun þekktu þau ekki lengur hvort annað er augnaráð þeirra mættust. Ekki neista af vorkunnsemi, ekki vott af ástríðufullri sam- einingu þeirra var þar að finna, miklu fremur hatur, óbeit og mót- mæli gegn bandinu en uppruni þess var þeim gleymdur. Hendur þeirra urðu blóðrisa af því að grípa í steinnibburnar sem veittu þeim svikulan stuðning og augu þeirra veinuðu hærra en raddstyrkur þeirra leyfði því þau komu ekki upp nema einu og einu hásu hrópi sem týndist í freyðandi löðrinu. Aðeins augnaráð þeirra náði upp á árbakkana, sárbænandi allt sem þeim virtist, mitt í svimandi velt- ingnum, að svipaði til manna. Áróra taldi sig geta af og til greint verur uppi á árbakkanum sem færðust alveg niður að vatninu, en það voru tré sem hún hélt vera menn. I óráði síðustu vonarglætunn- ar ímyndaði hún sér að þau væru menn, með handleggi manna sem teygðust í átt til hennar, menn sem komu niður eftir árstraumnum, reiðubúnir að bjarga henni úr þessu kvalræði, breiða yfir hana verndarmátt sinn, umvefja hana mjúklega sinni óþrjótanlegu og voldugu karlmannsblíðu sem henni fannst hún varla nokkru sinni hafa notið en þráði jafnheitt og lífið sjálft. Þegar ein af þessum ver- um virtist raunverulega lifandi sleppti Áróra tökum sínum á Artúri og öðlaðist samstundis fjaðurmagn líkamans sem gerir öllum dýrum kleift að fljóta á vatni, og á því augnabliki fannst henni bandið ein- ungis bera í sér dauðadóm er það hertist að henni eins og það ætlaði að klippa líkama hennar í tvennt. Hún vissi að hún hafði ekki afl til að vinna á því og nú fólst eina von hennar í löngun og trú á að ein- hver kraftur, æðri hennar, gæti hrifið hana úr viðjum þessa bands og 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.