Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 117
Skdldid jakkafötum veturinn allan. Þeir sem lögðu leið sína hjá Vimmelskaftet voru meðal hinna fáu sem könnuðust við svipinn. Þrjátíu árum seinna rifjar einn þeirra upp mynd skáldsins frá þessum dögum. Eg sé hann ennþá fyrir mér, ritar Robert Schmidt. Hann víkur til hliðar og þrýstir sér að veggnum eins og sært dýr sem vogar sér ekki að vera til. Andlit hans markað af sulti og taugaspennu. Eg sá hann margsinnis, ævinlega frakkalausan, og var í engum vafa um að skáld væri á ferð. Að hann geymdi í sál sinni „hið háskalega" sem Hamlet talar um. Þjáning sú sem fylgir skáldkölluninni var brennd í andlitið. - Um þetta leyti var líf Jóhanns að taka nýja stefnu. Fá ár voru liðin frá því að hann kom til Hafnar í fyrsta sinn - piltungur með kistu og hest, kannski hvítan, og ætlaði sér að sigra heiminn. A hafnarbakkanum var ys og þjs ókunnra daga. Hús teygðu fingur sína til himins. Fáir tóku eftir því að Ikarus var kominn í bæinn með hestinn. Jóhann var og ekki orðinn sá heimsmaður sem síðar varð. Fötin út vaðmáli og hárburstinn týndur. A bryggjunni tók fornkunningi hans á móti honum. Þeir héldu síðan gegnum Nýhöfnina og brátt sagði þorstinn til sín. Það þurfti að halda upp á endur- fundina. Hinum ungu Islendingum þótti þá óvænlega horfa. Það yrði erfitt verk að teyma hrossið niður í einhvern vínkjallarann og óvíst að því yrði vel tekið. Þeir gripu því til þess ráðs að tjóðra hann við ljósastaur á götu- horni við Kóngsins Nýjatorg. Eftir drykklanga stund var svo áfram haldið á hvítum hestum upp á bláan himinbogann. Arið 1912 var enn ekki gengið í garð, ár brúðkaups og frægðar. Þann fimmta nóvember það ár gengu þau Jóhann og Ib loks í hjónaband. Sigur- inn var og í höfn því Fjalla-Eyvindur hafði verið frumsýndur í maímánuði við mikinn fögnuð. Síðan hafði frægðarsólin risið jafnt og þétt. Robert Schmidt var á frumsýningunni í Dagmarleikhúsinu. Að hans sögn urðu gleðilæti áhorfenda að þrumuveðri þegar tjaldið féll eftir seinasta þátt. Frú Dybvad sem lék Höllu buktaði sig og beygði ásamt Adam Poulsen en lófa- takið efldist einungis við það svo dundi í húsinu. Manngrúinn hrópaði: Skáldið, skáldið! - en enginn á sviðinu vissi hvar skáldið var. Náið í mann- inn nú þegar, sagði frú Dybvad við sviðsstjórann og hristi hann til. En ég veit ekki hvar hann er, var svarað. Það verður hneyksli komi hann ekki fram, endurtók leikkonan með aðvífandi óveður í röddinni, skapmikil kona og ákveðin. Þú verður að finna hann! Nú voru góð ráð dýr því Jó- hann virtist með öllu horfinn. Um síðir fannst hann þó inni í dimmu skúmaskoti í kaffistofu leikhússins. Þaðan var hann dreginn og nánast bor- inn upp á leiksviðið. Ég hef aldrei, ritar Robert Schmidt, séð jafn skelfingu lostinn mann á sviði í leikhúsi. Frú Dybvad hreif hann til sín og inn í haf ljósanna nær dauða en lífi. Þannig hafa þeir litið út, hinir dæmdu, þegar þeir biðu þess fyrir einni og hálfri öld að láta lífið á höggstokknum. - 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.