Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 120
Tímarit Máls og menningar
á var letrað: „Óboðnir gestir eru beðnir um að staldra stutt við“. Fyrsti
gesturinn sem kom var Eggert söngvari Stefánsson. Hann stökk yfir gerð-
ið, kom skáldinu að óvörum og fór eftir sólarhring. Nokkrum dögum síðar
barði málarinn Kjarval á hurðina. Honum var hleypt inn eftir langt „parla-
menteren" og fór eftir ár.
Kvöld nokkurt, segir Jóhann við Kamban, situr ungur maður uppi á
kvisti sínum. Tunglið varpar geisla um glugga inn á gólfið. Að öðru leyti er
dimmt. Ungi maðurinn situr í ruggustól og hreyfir við honum öðru hverju
með fætinum. Skyndilega greinir hann þrusk við dyrnar. Opnar og sér lít-
inn hnöttóttan böggul við þröskuldinn. I honum er dásamlega falleg gler-
kúla. Hjarta unga mannsins fyllist fjarstæðukenndum fögnuði yfir að kúlan
skuli vera hans eign. Og hann sest í stólinn til að njóta fjársjóðar síns. I
sömu mund fellur geisli mána á kúluna og ungi maðurinn sér að hann held-
ur á klukku án vísa. Skífan er eins og dimmur máni að lit en glerhjúpurinn
er djúpblár og pendúllinn rauður. Ungi maðurinn situr grafkyrr drykk-
langa stund og starir hugfanginn inn í kúluna. Ytir þá við stólnum og sér að
pendúllinn hreyfist. Úr oddi hans fellur blóðdropi niður í klukkuna. I
sömu stund fær skífan á sig blóðrauðan blæ en verður síðan djúpblá að
nýju. Ungi maðurinn stöðvar stólinn en pendúllinn sveiflast áfram. Ólýs-
anleg hryggð fyllir huga unga mannsins. Hann langar til að stöðva pendúl-
inn og leysa klukkuna undan ógnardómi friðleysisins. Hann langar til að
veita tímanum hvíld. Tekur því bréfapressu úr málmi og slær henni við
glerkúluna. I sömu andrá er hurðinni að herbergi hans hrundið upp. Unga
mannsins hafði verið saknað í heilan sólarhring. Þeir sem inn komu fundu
skáldið Jóhann Sigurjónsson örent í stól sínum.
Hálfum mánuði síðar, þann 17da september 1911, birti Jóhann frásögnina
með nokkrum breytingum í lllustreret Tidende undir nafninu „Tiden“.
Kamban fannst hún ekki nema svipur hjá sjón. Stundin varð ekki endurtekin.
Heimildir:
Guðmundur Kamban: „Johann Sigurjonsson. In memoriam". Illustreret Tidende,
21. september 1919.
Haagen Falkenfleth: „Johann Sigurjonsson og hans lille Stykke Island". Pressens
Magasin, 1. mars 1918.
- „Tre danske Digtere som jeg kendte dem. Johannes Jorgensen, Sophus Michaélis
og Johann Sigurjonsson". Nationaltidende, 15. apríl 1951.
Ingeborg Sigurjónsson: Heimsókn minninganna, Reykjavík 1947.
Robert Schmidt: „Tidens Tanker. En af Islands store Sonner". Verden og Vi, 16.
júlí 1930.
110