Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar
læðist að manni að spádómur Spegils-
ins, sem fylgdi flokknum úr hlaði þegar
hann hóf göngu sína, ætli að rætast, en
hann var á þá leið að síðasta bindið
myndi sjá dagsins ljós á 800. ártíð Sig-
urðar Nordals. Þar sem fræðin hafa
engan veginn staðið í stað á þessari
hálfu öld eru því sum elstu bindin þegar
orðin „úrelt“, ef svo má segja, áður en
nokkuð bólar á síðustu bindunum: þau
eru kannske ekki gerð eftir þeim hand-
ritum sem nú eru talin best, þau viðhorf
og skoðanir sem þar koma fram (og út-
gáfa sagnanna fer jafnvel eftir) hafa ver-
ið dregin í efa, orðið að víkja fyrir öðr-
um og þar fram eftir götunum. Þótt
„úrelt“ útgáfa haldi sínu gildi sem vitn-
isburður um ákveðið stig í þróun fræð-
anna, er hætta á því að þessi seinkun
valdi því að heildarsvipur útgáfunnar
raskist og síðari bindin byggist kannske
á öðrum forsendum en hin fyrri. Að
réttu lagi hefði útgáfu íslenzkra fornrita
átt að vera lokið fyrir einum tíu eða
tuttugu árum, - og hefði þá þegar átt að
hefjast handa um að endurskoða hana í
Ijósi nýrra rannsókna.
Á „alþýðlegum útgáfum" af ýmsu
tagi hefur sem betur fer ekki verið
neinn hörgull undanfarna áratugi og
væri langt mál að telja alla þá flokka og
sérútgáfur sem völ hefur verið á. Hefur
nú enn ein bæst í hópinn, en það er sú
íslendingasagnaútgáfa Svarts á hvítu,
sem hér verður fjallað um.
Rétt er að benda á það strax í upp-
hafi, að þessi útgáfa er að því leyti ólík
hinum fyrri, að hún er margþætt, höf-
uðkirkjunni fylgja sem sé ýmsar
annexíur; má því segja að hún falli ekki
að öllu leyti undir þá flokkaskiptingu
sem hér hefur verið lýst, og sé henni
ætlað nokkuð stærra hlutverk en hingað
til hefur tíðkast í „alþýðlegum útgáf-
um“. Kjarni hennar er útgáfa á hinum
eiginlegu Islendingasögum og Islend-
ingaþáttum án nokkurra skýringa eða
orðamunar en með almennum inngangi
um sögur og öðrum um þætti. Kom
hún upphaflega út í tveimur þykkum
bindum, en er nú komin út aftur í
þremur bindum, sem eru heldur hand-
hægari og í snotrum kassa. Við hliðina á
þessari heildarútgáfu hafa svo valdar
sögur verið gefnar út í smærri bókum
undir heitinu „Sígildar sögur“ og eru
komin út tvö bindi í þeim flokki.
Hvoru þeirra fylgir sérbindi með sér-
stökum inngangi fyrir hverja sögu, ítar-
legum skýringum, kortum, ættartölum,
teikningum af ýmsum munum og ágæt-
um myndskreytingum eftir Steingrím
Eyfjörð Kristmundsson. Þar sem blað-
síðutalan er höfð hin sama í „Sígildum
sögum“ og heildarútgáfunni, er einnig
hægt að nota skýringarnar með hinni
síðarnefndu. Loks fylgir útgáfunni stórt
„sagnakort" sem hægt er að setja á vegg.
Á það eru ekki aðeins merktir „sögu-
staðir“ af margvíslegu tagi, heldur líka
einstakir atburðir úr sögunum (með til-
vísunum í sagnaskrá, sem er á kortinu)
og jafnvel atriði úr atvinnulífinu sem í
þeim eru nefnd. Ymsar fleiri upplýsing-
ar eru á kortinu, m.a. fylgja því smákort
sem á eru merkt sögusvið einstakra
sagna.
Það má því segja, að þessi útgáfa
Svarts á hvítu sé í heild sinni einnig
„menntamannaútgáfa“, jsótt það sé
kannske á annan hátt en Islenzk fornrit,
og að einu leyti a.m.k. er hún gagnleg
viðbót við það heildarsafn: við útgáfu
ýmissa sagna, sem eru í elstu bindum
Fornritanna, hafa útgefendur Svarts á
hvítu getað stutt sig við nýjustu niður-
118