Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 139
KARTÖFLUGARÐUR UM VETUR Steinunn Sigurðardóttir: Kartöfluprins- essan. Iðunn 1987. Steinunn Sigurðardóttir er dæmi um ljóðskáld sem leggur óhrædd á djúp hins óræða. I öllum ljóðabókum hennar er að finna ljóð þar sem hún skilur und- irritaðan hreinlega eftir, hann nær ekki fluginu með skáldinu, finnur ekki bylgjulengdina sem útvarpað er á. Það er eins og orðin flögri utan við öll sam- hengi, öðru hverju heyrist músík en dettur svo út aftur. Burtför I lífinu mun ég njörva okkur saman með silkiböndum og uppskipunarköðl- um. Sæll. Að mér dauðri verð ég kjur. Hvert þarf ég þá að fara? Vængina mína færð þú þér til burtfarar. Það verður ekki spurt um staði og tíma. Aftur geng ég ekki, Móri rós. Ef hins vegar það er eitthvert innihald í sænginni þinni þá er efnið frá mér. Upphafslínurnar með „silkiböndum“ og „uppskipunarköðlum" gefa ljóslega til kynna að konan ætlar sér að gefa sig aila í sambandið. Hún ætlar að ljá hon- um vængina sína og skerða ferðafrelsi sitt að sama skapi. En hver er þessi „Móri rós“? Þegar hér er komið ljóði er það mjög hlaðið draugaminnum, það er búið að minnast á dauðann, afturgöng- ur og nú bætist alþekktur íslenskur Umsagnir um bcekur draugur: Móri í spilið. En hvaða rós? Og lokalínurnar gera mig alveg paff: „Ef hins vegar það er eitthvert innihald í sænginni þinni/þá er efnið frá mér“? Innihald sængur, er það ekki fiður? Eru það vængirnir sem hún gaf honum fyrr í ljóðinu? Þctta eru fullmargar spurningar fyrir eitt ljóð. í TMM frá 1982 er þetta ljóð reyndar til í annarri útgáfu þar sem segir: „Ef hinsvegar/það er eitthvert fjör í sæng- inni þinni/þá er ég efnið.“ Eg játa að andspænis þessu ljóði skortir mig lyklasett. Kannski er hér verið að segja frá ást- arsambandi þar sem hún hefur borið hitann og þungan og elskhuginn lifað á henni eins og draugur. Kannski farið með svo einkaleg mál að utanaðkom- andi er bannaður aðgangur? Þrjú yrkisefni setja mark sitt á Kart- öfluprinsessuna: ást, dauði og náttúru- stemningar. Reyndar er það ekkert nýtt þegar Steinunn er annars vegar, þetta eru hennar gamalkunnu stef þótt hér fái þau nokkuð aðrar áherslur en í fyrri ljóðasöfnum. Hér er eins og hún þrói öll þessi efni áfram úr trillum, yl og birtu fyrri bók- anna yfir í myrkur, kulda og sargandi bassa. Astin hefur breyst úr unaði í söknuð og eftirsjá. „Mér endist ekki ævin til að syrgja þig að verðleikum" segir í Tvöþúsund steinum. Eða þá að elskhugarnir eru hortugir fautar sem konan má prísa sig sæla að vera laus við (Viðskilnaður). Öndvert við vorið og sumarið í næstu ljóðabók á undan, Verksummerkjum (1979), eru ríkjandi árstíðir í Kartöflu- drottningunni haust og vetur. Og þótt Steinunn sé enn sem fyrr náttúrutrúar, sbr. þessa fallegu trúarjátningu í Kvöld- 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.