Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 140
Tímarit Mdls og menningar
ljóði í mars: „Eg trúi á upprisu grasanna
og eilífan sprett“ - þá er líka áberandi
að það hvessir, það dimmir og það
kólnar.
Dauðinn er kunnuglegt minni úr
fyrri ljóðabókum Steinunnar, en hingað
til bara fjarlægur möguleiki, krydd og
spennuvaldur í lífinu. I Kartöfluprins-
essunni hefur dauðinn færst nær, hann
er sestur upp og birtist jafnvel sem elsk-
hugi, já í tvígang er eins og byrji ástar-
ljóð nema hvað ástmaðurinn ummynd-
ast í miðjum klíðum í ljámanninn.
Stefnumót
Allt í lagi þá óþægi strákur
árum saman nauðandi í mér.
En svona strákur hlýtur að vita:
Þær láta allar undan að lokum.
Allt í lagi þá óþægi strákur
láttu sjá þig á umsömdum tíma.
Það er nóg að banka, bjallan er hávær,
ég hleypi þér inn, á þriðja höggi.
Það er hreint á rúminu, blóm í vasa,
ég er þvegin og greidd með plokkaðar
brúnir.
Mundu svo kæri þegar á hólminn kem-
ur:
aðferðir þínar skipta mig engu máli.
En þú átt að sjá svo um ég sofni ekki að
nýju
og breiða yfir augun á koddanum, líttu
nú á.
Undan hvaða strák láta allar konur að
lokum? Og konan er undarlega hlut-
gerð þar sem hún liggur í tandurhreinu
rúmi með blóm í vasa, næstum eins og
lík. Og enn frekar þegar „aðferðir þínar
skipta mig engu máli“. Loks á hann að
sjá um að hún sofni aldrei framar, sum-
sé svefninn langi og hvenær er breytt
yfir augu fyrr en allt er komið í kring?
Ennþá gleggri verður umbreyting
elskhuga í dauða í ljóði samnefndu bók-
inni og er jafnframt lokaljóðið. Aftur er
ástarfundur, karlmaðurinn (prins) ber
prinsessuna léttilega á háhesti uns kom-
ið er að landamærum að hann leggur
hana í moldina.
Þreytti vinur, þú ferð ekki lengra
og þrýstir mér í moldina.
Lifandi manneskju, eða konu, eftir at-
vikum.
En það sem sýnist vera ástarleikur
undir berum himni snýst í miðjum klíð-
um upp í rotnun og dauða:
Ég sem er heitari en Jörðin
að ormanna dómi. Þeir hreiðra um sig í
handarkrikunum tveimur.
Ormar mega allt, svona kaldir og blaut-
ir. Kartöflur eru annað mál
spírandi út um nefið á mér . . .
Kartöfluprinsessan er sumsé nokkuð
grá bók og skáldið iðkar sama leik og
Alda í Tímaþjófinum: að máta sig í
moldina. En Kartöfluprinsessan er ekki
bara ástarharmur, kuldi og dauði. í
bókinni standa saman 29 ljóð sem skipt-
ast í fjórða kafla. Þriðji hlutinn er ein-
stæður, eitt samfellt ljóð, reyndar níu
blaðsíðna háslétta sem gnæfir upp úr
bókinni. A suöurleiö meb myndasmib
og stelpu segir frá för skáldsins á ættar-
mót í Meðallandi og gott ef Steinunn
hefur ekki verið á svipuðu róli í tíma-
ritsgrein áður, undirritaðan rámar í við-
töl við kvenprestinn sem kemur fyrir í
ljóðinu og gott ef hún var þá ekki í
fylgd með filmuskáldinu Páli Stefáns-
syni.
130