Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 140
Tímarit Mdls og menningar ljóði í mars: „Eg trúi á upprisu grasanna og eilífan sprett“ - þá er líka áberandi að það hvessir, það dimmir og það kólnar. Dauðinn er kunnuglegt minni úr fyrri ljóðabókum Steinunnar, en hingað til bara fjarlægur möguleiki, krydd og spennuvaldur í lífinu. I Kartöfluprins- essunni hefur dauðinn færst nær, hann er sestur upp og birtist jafnvel sem elsk- hugi, já í tvígang er eins og byrji ástar- ljóð nema hvað ástmaðurinn ummynd- ast í miðjum klíðum í ljámanninn. Stefnumót Allt í lagi þá óþægi strákur árum saman nauðandi í mér. En svona strákur hlýtur að vita: Þær láta allar undan að lokum. Allt í lagi þá óþægi strákur láttu sjá þig á umsömdum tíma. Það er nóg að banka, bjallan er hávær, ég hleypi þér inn, á þriðja höggi. Það er hreint á rúminu, blóm í vasa, ég er þvegin og greidd með plokkaðar brúnir. Mundu svo kæri þegar á hólminn kem- ur: aðferðir þínar skipta mig engu máli. En þú átt að sjá svo um ég sofni ekki að nýju og breiða yfir augun á koddanum, líttu nú á. Undan hvaða strák láta allar konur að lokum? Og konan er undarlega hlut- gerð þar sem hún liggur í tandurhreinu rúmi með blóm í vasa, næstum eins og lík. Og enn frekar þegar „aðferðir þínar skipta mig engu máli“. Loks á hann að sjá um að hún sofni aldrei framar, sum- sé svefninn langi og hvenær er breytt yfir augu fyrr en allt er komið í kring? Ennþá gleggri verður umbreyting elskhuga í dauða í ljóði samnefndu bók- inni og er jafnframt lokaljóðið. Aftur er ástarfundur, karlmaðurinn (prins) ber prinsessuna léttilega á háhesti uns kom- ið er að landamærum að hann leggur hana í moldina. Þreytti vinur, þú ferð ekki lengra og þrýstir mér í moldina. Lifandi manneskju, eða konu, eftir at- vikum. En það sem sýnist vera ástarleikur undir berum himni snýst í miðjum klíð- um upp í rotnun og dauða: Ég sem er heitari en Jörðin að ormanna dómi. Þeir hreiðra um sig í handarkrikunum tveimur. Ormar mega allt, svona kaldir og blaut- ir. Kartöflur eru annað mál spírandi út um nefið á mér . . . Kartöfluprinsessan er sumsé nokkuð grá bók og skáldið iðkar sama leik og Alda í Tímaþjófinum: að máta sig í moldina. En Kartöfluprinsessan er ekki bara ástarharmur, kuldi og dauði. í bókinni standa saman 29 ljóð sem skipt- ast í fjórða kafla. Þriðji hlutinn er ein- stæður, eitt samfellt ljóð, reyndar níu blaðsíðna háslétta sem gnæfir upp úr bókinni. A suöurleiö meb myndasmib og stelpu segir frá för skáldsins á ættar- mót í Meðallandi og gott ef Steinunn hefur ekki verið á svipuðu róli í tíma- ritsgrein áður, undirritaðan rámar í við- töl við kvenprestinn sem kemur fyrir í ljóðinu og gott ef hún var þá ekki í fylgd með filmuskáldinu Páli Stefáns- syni. 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.