Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 78
Af Antoni er það að segja, að honum þótti hálf leiðinlegt hvað Kristmund- ur tók skáldskapinn hátíðlega, enda taldi hann kvilla mannsins aldrei annað en væga þarmasýkingu sem gekk um þær mundir í bænum og olli niðurgangi. Við krufninguna fékk Anton staðfestingu á þessu áliti sínu og lét svo um mælt að seint fengi hann krufið annað lík sem væri jafn laust við krabba. En við yrkingamar hafði Anton lent í vandræðum með að finna orð um sýkingu sem byrjaði á bókstafnum k. Hann greip því til þess ráðs að nota krabbamein í staðinn til að vísan væri rétt stuðluð. En aldrei var Anton fyllilega ánægður með böguna og lét hana ekki fylgja með í annars þokkalegu vísnakveri sem út kom fyrir jólin í hitteðfyrra. 2 í síðasta þætti mínum sagði ég eilítið frá Antoni Pálssyni, lækni og hagyrðingi. Annar læknir, Vilhjálmur Karl Vilhjálmsson, hefur af stakri hógværð borið af sér alla vísnagerð, en umsjónarmaður þessa þáttar telur þó öruggt að hann hafi ort eftirfarandi ferskeytlu: Ég las en túlkun tákna brást er talan 5 í gylltu á rauða brunabflum sást og babú eyrun fylltu. Þessa vísu hafa kvæðamenn lengi reynt að feðra og vilja sumir bera böndin að Ásdísi Sverrisdóttur, slökkviliðsstjóra í Hafnarfirði. Aldrei hefur Ásdís gengist við faðeminu. Hún er drengur góður og skömngur. Tel ég af og frá að hún vilji leyna menn einhverju í þessu efni. Og mér vitanlega hefur engum tekist að setja fram haldbæra sögu sem leiði hið sanna í ljós um tilurð vísunnar. En sjálfur verð ég æ sannfærðari um að hún er eftir Vilhjálm Karl. Vilhjálmur ólst upp í Keflavík og stundaði læknisnám við Háskóla íslands, en fór að því loknu til framhaldsnáms í New York. Ekki fylgir sögunni hver hafi verið sérgrein hans. En fyrir Vilhjálmi fór eins og fleiri efnilegum íslendingum við svipaðar aðstæður; hann lét stórborgarlífið heltaka sig og hvarf frá námi. Ekki var samt Vilhjálmur úr hófi sukksamur eða upp á kvenhöndina. Þar hef ég fyrir mér menn sem vom samtíða honum í læknisfræðinni hér heima. Hef ég talað við marga, en enginn 68 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.